People!

People are often unreasonable, illogical, and self-centered; Forgive them anyway. If you are kind, People may accuse you of selfish, ulterior motives; Be kind anyway. If you are successful, you will win some false friends and some true enemies; Succeed anyway. If you are honest and frank, People may cheat you; Be honest and frank anyway. What you spend years building, someone could destroy overnight; Build anyway. If you find serenity and happiness, They may be jealous; Be happy anyway. The good you do today, people will often forget tomorrow; Do good anyway. Give the world the best you have, and it may never be enough; Give the world the best you've got anyway. You see, in the final analysis, it is between you and God; It was never between you and them anyway.

Að vera þakklátur!

Það er hægt að venja sig á allt mögulegt. Bæði góða og vona siði. Að æfa sig að leggja við hlutir, finna lykt, dásama liti og form, elska þögning, brosa, faðma ástvini sína, vera ekki fordómafullur og síðast en ekki síst að vera þakklátur.

Lífið er skemmtilegt!

Heimurinn er skemmtilegur, ég held að fólk skilji ekki stundum hvað hann er skemmtilegur, sérstaklega þegar það hefur verið allt of lengi hérna á eyjunni okkar fögru. Lífið er skemmtilegt, fólk líka! Ég hitti svo margt skemmtilegt fólk í Bandaríkjunum sem var lifandi og var ekki að drepast úr sjálfum sér eins og við hérna oft á tíðum. Lífið er miklu skemmtilegri en þú heldur, það bíður þín, fólk bíður líka eftir að þú talir við það og lífið eftir því að þú lifir því.

Íslenskt veður er yndislegt!

Fátt er yndislegra en að baða sig í björtu skini sólarinnar og láta geisla hennar ylja sér. Hún er ljósið sem gefur lífinu lit. En það er ekki alltaf sólskin og þá er gott að minnast þess að það eru til fleiri sólir í lífi okkar en þessi eina sanna úti í geimnum. Sól eða rigning er ekki málið heldur hugarfarið og jú auðvitað eins og allir íslenskir skokkarar vita! Að klæða sig eftir veðri.

Hæ forseti

Í gær sat ég fyrir utan Listasafn Reykjavíkur og sleikti sólina, ég gaf mér tíma til þess að brosa til lítils stráks sem var að leika sér á hjóli fyrir utan safnið. Það er alveg merkilegt hvað maður getur verið upptekinn af sjálfum sér og bara sjálfum sér. Ég hitti líka Forsetann, ég brosti til hans og hann sagði: "Blessaður" þetta þótti mér afskaplega merkilegt, að sjálfur Forseti Íslands skildi taka tíma til þess að heilsa mér. Kannski var það út af því að ég hafði gefið mér tíma til að brosa til litla stráksins sem ég þekkti ekki neitt.

"Hafðu það gott í dag - nema að þú hafir önnur áform."

Gömul kona í New York bauð sig fram til sjálfboðaliðsstarfs og sá um kaffi, te og léttar veitingar á hverjum morgni á fundum sjálfshjálparsamtaka einum. Þegar fólk kvaddi og hvarf til viðfangsefna dagsins sagði hún við hvern og einn: "Hafðu það gott í dag - nema að þú hafir önnur áform." Hugarfarið skiptir öllu máli, ef þú ákveður að hafa slæman dag þá er það nokkuð öruggt að hann verður slæmur, það geta flestir verið sammála um. Því má því segja að ef þú ákveður að hafa góðan dag þá eru miklar líkur á því að sá dagur verði hinn besti dagur:)

Ef þú fengir annað tækifæri!

Tveir menn tala saman, annar ungur, hinn aldraður. Sá ungi spyr: "Ef þú værir ungur í dag og að hefja lífið, hvað myndir þú gera öðruvísi?" Sá aldraði svarar: "Ef ég fengi annað tækifæri til að lifa lífinu þá myndi ég: Vinna minna, elska konuna mína meira, eyða meiri gæðatíma með börnunum mínum, vera betri hlustandi, vera hvetjandi og taka betur eftir því smáa í lífinu."

Jákvæðni

Fáir fagna því þegar vekjaraklukkan hringir snemma morguns en í raun er það gleðileg staðfesting á því að nýr dagur er risinn og það bíða okkar verkefni sem við erum svo gæfusöm að hafa heilsu til að takast á við. Það er svo ótal margt sem hægt er að gleðjast yfir en það er samt eins og við eigum auðveldara með að sjá það sem er neikvætt.

Tilgangur lífsins!

Fyrir mér er tilgangur lífsins að finna ilmandi kaffilykt, að gleðjast yfir stóru og smáu, að njóta lífins, að elska og vera elskaður - af mínum nánustu, að öðlast viturt hjarta og að þakka Guði af auðmýkt fyrir allt sem hann hefur blessað líf mitt með. Það er himneskt að vera til.

Að bíða

Er því ekki svo farið hjá okkur að við erum alltaf að bíða eftir einhverju? Bíða eftir að klára skólann, eignast kærustu/kærasta, að eignast íbúð/hús, bíða eftir að sumarið komi o.s.fv. Svo bíðum við líka í röð úti í Bónus, í umferðinni og í bankanum. Lífið virðist stundum vera ein endalaus bið, við eigum það svo oft til að gleyma að nýta tímann, því við erum svo önnum kafin við að bíða eftir einhverju sem á eftir að gera okkur ánægð.

Núið

Að taka eftir því sem við sjáum, heyrum og skynjum almennt. Að hlusta á hjartslátt lífsins innra með okkur sjálfum og í umhverfi okkar og skynja tenginguna þar á milli. Það er hægt að æfa þetta frá degi til dags og við vitum að æfingin skapar meistarann. Við getum orðið meistarar í okkar eigin lífi og það er líklega mikilvægasta meistaraverkefni okkar allra.

Ég vona bara að það verði ekki skyndipróf!

Aldrei næ ég að elska náunga minn til hálfs á við sjálfa mig. Ég er bersýnilega ekki mjög góður nemandi. Að elska Drottin Guð minn af öllu hjarta, allri sálu og af öllum mætti og náunga minn eins og sjálfan mig. En Jesús er þolinmóður kennari, reiðubúinn að bíða enn um sinn eftir framförum mínum, alltaf með fyrirgefninguna á vörunum. Ég vona bara að það verði ekki skyndipróf.

Fólk

Sumir telja að opnir og lífsglaðir persónuleikar geti ekki tekið alvarlegar ákvarðanir, á þá sé lítið að treysta. Góður vinur sagði mér í gletni en alvöru þó, að hann skipti fólki í tvo hópa eftir einfaldri reglu: Skemmtilegt og leiðinlegt. Tók síðan fram að við þá síðarnefndu nennti hann ekki að eiga mikil samskipti. Taktu glaðlega á móti fólki, vertu óspar á brosið. Það kostar ekki neitt. Þú færð það endurgoldið.

Heppni

Ertu heppin/n? Aristóteles nefndi heppnina sem þátt í lífshamingjunni. Þrátt fyrir dyggðugt líferni, þekkingu, volduga vini og blómlega ást yrði heppnin að fylgja með. Ef til vill býr heppið fólk sig betur undir lífið, gerir fleiri ráðstafanir og hreinlega vinur betur að markmiðum sínum í lífinu en hin óheppnu. Ef til vill.

Húmor

Húmor er ótrúlega mikið afl og lækningarmáttur hlátursins er mikill. Mikilsvert er að geta hlegið saman, séð spaugilegar hliðar hversdagsleikans og geta haft gaman af ólíku fólki. Allt verður auðveldara ef mér tekst að eiga gleðistund á hverjum degi og sjá hinar broslegu hliðar mannlífsins. Jákvæðni í garð annarra er mikilvæg, því öll erum við einstök, hvert á sinn hátt.

Fegurð

Fegurð er eitt afstæðasta hugtak sem til er. Það sem einum finnst fallegt finnst öðrum nauða ómerkilegt og öfugt. Á öllum tímum hafa menn óskað sér hluta sem gleðja augað með einum eða öðrum hætti. Þetta endurspeglast í því að listamenn út um allan heim vinna við það að skapa fegurð í sem fjölbreyttustu formi. En hver er uppruni listsköpunar mannsins? Sennilega liggur hann hjá meistaranum sjálfum sem hannaði eitt stórbrotnasta og fegursta listaverk sem hugsast getur: Náttúruna og lífið í öllum sínum myndum.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband