Ég vona bara að það verði ekki skyndipróf!

Aldrei næ ég að elska náunga minn til hálfs á við sjálfa mig. Ég er bersýnilega ekki mjög góður nemandi. Að elska Drottin Guð minn af öllu hjarta, allri sálu og af öllum mætti og náunga minn eins og sjálfan mig. En Jesús er þolinmóður kennari, reiðubúinn að bíða enn um sinn eftir framförum mínum, alltaf með fyrirgefninguna á vörunum. Ég vona bara að það verði ekki skyndipróf.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson

Já, það reynist oft erfitt að feta í fótspor Jesú... en gott eins og þú segir að hann er þolinmóður kennari

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, 3.5.2007 kl. 17:13

2 identicon

jæja frændi, bara flott hjá thér. Gaman ad lesa eilífar pælingarnar thínar... bara gott. bestu kv. frá maríu og øllum í Dk.

maría frænka (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 18:07

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Þakka góð komment á síðunni minni, hef mjög gaman af að lesa gulllkornin þín, fær mann til að hugsa !

Eva Þorsteinsdóttir, 3.5.2007 kl. 18:44

4 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Sjálfur stend ég utan trúfélaga og hef verið gagnrýninn á það sem miður fer í starfi þeirra. Þú ert hinsvegar lifandi dæmi um að trúin getur líka verið jákvætt afl í samfélaginu. Skoða bloggið reglulega.

Kallaðu mig Komment, 3.5.2007 kl. 20:24

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Minn Jesú er í gallabuxum og bol...leyfir mér að hvílst hjá sér þegar ég þarf og hlær með mér að mistökum mínum. Alltaf tilbuin að kenna mer betur í hreinum kærleika. Alveg eins og foreldri kennir og aðstoðar sitt barn við að vaxa og þroskast.

Húmorinn og viskan, samkenndin og mennskan eru aldrei fjarri.

Elska hann.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.5.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband