Frægð, frami og peningar!

Menn verða oft fyrir þeirri sáru reynslu að vinna innantóma sigra,
sigra sem hafa unnist á kostnað þeirra hluta sem þeir skyndilega
sjá að eru miklu mikilvægari. Fólk úr öllum stéttum lífsins: Læknar,
fræðimenn, leikarar, stjórnmálamenn, framkvæmdastjórara,
íþróttamenn og pípulagningamenn. Keppist oft við að auka tekjur
sínar, að öðlast viðurkenningu eða færni í grein sinni en kemst
síðan að því að í ákafanum missti það sjónar á því sem í raun
skipti mestu máli og er nú horfið.

Ef þú íhugar gaumgæfilega það sem þú vilt að sagt verði um þig
í jarðarförinni, muntu finna þína skilgreiningu á velgegni. Sú
skilgreining kann að vera mjög frábrugðin þeirri skilgreiningu
sem þú hafðir áður í huga. Kannski eru frægð, frami, peningar
og ýmislegt annað sem við sækjumst eftir, ekki einu sinni
brot úr hinum rétta vegg.

Pæling!

Þegar umhverfið virkar yfirþyrmandi, skoðanir annarra hringla í

hausnum á mér og ég veit ekki í hvorn fótinn á að stíga er gott

að grípa til þessarar stuttu setningar sem ég heyrði svo oft falla af

 munni móðurfólksins í æsku: "Það um það." Sem útleggst:

 

Annað fólk verður að hafa hlutina eins og það vill, ég ætla ekki að

ergja mig á því eða láta það stjórna lífi mínu! Heldur finna út hvað ég

vil og hvað er í mínu valdi. Þannig næ ég stjórn á mínu lífi, æðruleysi

og ró. Fátt er verra í dagsins erli en að tapa stjórnvölnum í eigin lífi.

 

Og fátt gefur meiri ánægju en að ná stjórn og komast á þann stað að

skynja að í eigin smæð felst styrkur og yfirvegun. Hljómar mótsagna-

kennt en svona er það nú samt. Ég get einungis stýrt sjálfum mér og

þá er best að sætta sig við það og vanda sig við það verk. Ég get ekki

stýrt umferðinni, tímanum, öðru fólki, veðrinu, náttúruöflunum og nú eða

æðri mætti. Aðeins mér, minni líðan, hegðun, verkum! Stundum tekst

mér vel upp, stundum miður..

 

En alltaf fæ ég annað tækifæri til að gera betur, næsta dag, næstu stund.

Og ég hef möguleika á hjálp, frá vinum, ástvinum og frá æðrimáttarvöld-

um, Guði skapara himins og jarðar og Jesús frelsara mínum og Heilögum anda. 


Pæling

Um daginn hitt ég eldri konu sem sagði að henni liði best í hversdagsleikanum og væri fegin þegar mikil hátíðahöld væru afstaðin. Flestir dagar tilheyra hversdagsleikanum og sumir segja að hann sé í raun svona 95 prósent af öllu okkar lífi. Að vakna, kíka aðeins í blöðin, hugsa um fjölskylduna, börn, maka, fara í vinnu, kaupa í matinn, koma heim, vinda sér í eldamennsku, tiltekt og uppvask, horfa svo á fréttirnar og eitthvað í sjónvarpinu, spjalla aðeins um daginn og veginn við fjölskyldu eða vini, fara kannski í seinni vinnuna og fara svo að sofa.

Kannastu við þetta kæri lesandi? Ég hef oft upplifað hversdagsleikann eins og grámyglað færiband og áður en ég veit af eru fimm ár liðin. Mér fannst svo frábært að heyra konuna segja. "Mér líður best í hversdagsleikanum." Fyrir mér eru bestu mínúturnar þegar ég er með vinum mínum þegar ég get gleymt stað og stund. Á meðan ég klappa kisu sem kom malandi til mín, þegar ég er í leik við litlu frænkur mínar á stofugólfinu, les bók sem fangar mig eða sit á sumardegi við Austurvöll með vinum og horfi á mannfólkið í sólinni.


Stöðuhækkun

"Ég hef sjálf aldrei veitt fólki stöðuhækkun sem sinnir ekki smæstu verkum af alúð. Ég hef sjálf lagt kapp á að gera allt sem ég tek að mér af heilum hug og hjarta. Þá gerast galdrar og ég fæ önnur tækifæri, án þess að streða eða svíkja eða pretta. Ég hef ekki trú á þeirri leið og ekki trú á að það sé eitthvað sem ég vil eða gæti lifað með sjálf. Byrjaðu því á því að setja allan þinn huga og hjarta í hvert það verkefni sem þú tekur þér fyrir hendur." Sagði háskólarektur nokkur. Góð uppskrift.

Viltu velgengni í lífinu!

Verulegur hluti þeirra velgengni og lífsgæða sem fólk nýtur í lífinu byggist oft að miklu leyti á því að kvæntast vel. Vertu viss um að ganga í hamingjusamt hjónaband. Gifstu illa, og hvort sem þú ert karl eða kona, muntu verða fyrir ótal áhyggjum. Gakktu í hamingjusamt hjónaband, og líf þitt verður þrungið gleði og velgengin mun fylgja.

Ekki gefast upp þetta ár er ekki búið!

Eitt af því sem ég hef lært er að óvinurinn berst hvað mest á móti þér þegar hann veit að Guð hefur eitthvað stórkostlegt í vændum fyrir þig. Þó að kreppa eða stormur gangi yfir okkur núna þá hefur Guð eitthvað stórkostlegt í vændum fyrir okkur íslendinga hvert og eitt. 2008 getur samt verðir besta árs lífs þíns, ár vaxta, stöðuhækkunar, ár guðlegrar heilsu en ekki vanheilsu, ár yfirnáttulegra tenglsa við annað fólk. Ekki láta kreppuna eða storminn sem geysar og neikvæðar hugsanir þínar tala þig frá því að eiga frábært ár. Eins og er sagt svo skemmtilega á ensku: When the going gets tuff the tuff have to get going.

Húsmæður!

Þær eiga að vinna fulla vinnu til þess að sjá fyrir sér og til þess að þroskast, jafnframt því að eiga heimili þar sem aldrei fellur kusk né ryk, rétt eins og þær væru í fullu starfi sem húsmæður. Þær eiga líka að vera góðir foreldrar sem helga börnunum mikinn tíma, þær eiga að vera virk í verkalýðsfélagi eða félagar í flokki, kirkjunni, búseturréttarfélaginu, þær eiga að fylgjast með dagblöðunum, faglegri útgáfu og fagbókmenntum, því að annars fá þær slæma samvisku. Þær eiga helst að hlusta á fréttirnar á klukkutíma fresti og alla vega að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu. Þær eiga að lesa bókmenntir, gjarnan nýjasta Nóbelsverðlaunahafann, fylgjast með menningarsíðum blaðanna, íþróttasíðunum og útsölunum, þær eiga að hlaupa, borða góðan mat, kenna börnum okkar hollar matarvenjur snemma og verja þau frá allt of eitruðum og óhollum mat, þær eiga að berjast fyrir friði og umhverfisvernd, leggja af eða fitna, þær eiga að hætta að reykja, byrja að hlaupa eða hlaupa meira, þær eiga að framkvæma vor- og hausthreingerningar, hugsa um þvottinn, strauja, pressa, bæta föt svo að við spörum peninga … Peningar, já … það er gott að hafa yfirlit yfir fjárráðin, það ráðleggja allir sem vit hafa á, þær eiga að lesa nákvæmlega öll auglýsingablöð sem hent er í bréfalúguna og leita að útsöluverði og hjóla 3 kílómetra í haustrigningunni til búðarinnar lengst í burtu til þess að spara 3 krónur á kjöthakkinu, síðan á að fylla frystikistuna, það á að gera stórinnkaup og baka mikið og laga mikið af mat, síðan mega krækiberin og bláberin ekki stand og rotna í lynginu á haustin, það verður að tína þau og hreinsa þau og sjóða þau og setja þau í glerkrukkur sem hafa verið geymdar allt árið og merkja með förum miðum og raða þeim snoturlega upp, svo ekki sé minnst á blessaða rjúpuna og gæsina, sind ef enginn sýnir þá framtakssemi að koma þeim í hús. Síðan verður maður að hvílast almennilega um helgar, hitta vini sína og alltaf fá sinn átta tíma svefn, vítamín verður fjölskyldan að fá og svo verður að vinna í garðinum, gera við kælikerfið í bílnum, raka saman laufunum, moka snjónum, laga þakið og síðan verður að skipta um veggfóður eða mála og skrapa sumarbústaðinn og mála og vera sem mest í honum vegna þess að hann kostar svo mikið og svo verður að gæta hans fyrir þjófum, negla fyrir glugga á haustin og svoleiðis. Svo verður að fara með börnin í spiltíma og þess háttar og ná í þau, fara með þau á fótboltaæfingar, í hesthús og bíó því að maður vill ekki að þau taki upp slæma siði og verði eiturlyfjaneytendur, svo eru foreldrafundir á dagheimilinu og í skólanum og ná að lesa svolítið með börnunum áður en þau sofna, því að þau eiga jú ekki að horfa á sjónvarp og í sumarfríinu er nauðsynlegt að veita þeim dálitla menningu líka svo að við stoppum við kirkjur og útskýrum Íslandssöguna, svo á að lesa lexíur, því að allir aðrir hjálpa sínum börnum. Svo verður maður að hafa tíma til að tala við þau svo ekki sé minnst á að halda sambandinu við makann til þess að hafa einhvern að deila þessu lífi með, síðan á maður að vera fín um hárið og flott klæddur, og svo verður maður að hugsa svolítið um sjálfan sig, ferðast erlendis og sjá svolítið af heiminum, ná að hitta fjölskylduna, muna eftir afmælisdögum þeirra, fara í bíó og leikhús, gera sjálfur skattframtalið sitt, fara á kvöldnámskeið, halda jól, vera góður elskuhugi og svo hafa tíma til að lifa.


Áhyggjur!

Ekki hafa áhyggjur af morgundeginum, hann mun sjá um sig sjálfur! Mark Twain sagði svo skemmtilega: "Ég hef gengið í gegnum marga skelfilega hluti í lífinu, sumt af þeim gerðist í raun og veru." Hversu oft höfum við ekki eytt dýrmætum dögum eða vikum í að velta fyrir okkur hlutum sem gerðust svo aldrei. Okkar viðmót ætti að vera að þessi dagur í dag er gjöf, ég ætla ekki að hafa áhyggjur af morgundeginum. Það gæti vel verið að hann komi ekki, ég ætla ekki að fókusa á gærdaginn, hann endaði í gærkvöldi. Þetta er nýr dagur og ég ætla að nýta hann vel. Guð blessi ykkur og takk fyrir kommentin.

Við erum ekki svo flókin!

Fólki hættir við að halda að lífið sé of flókið. Það má í raun skipta því niður í sjö hluti. Þessir sjö hlutar eða sjö hliðir lífsins eru miklu tengdari en maður heldur. Þetta er í raun svolítil uppgötvun ef maður hefur ekki áttað sig á því en afar einföld. Þessi líf hafa öll áhrif á hvort annað, eitt og sérhvert. Persónulega líf þitt hefur áhrif á fjölskyldu líf þitt, fjölskyldu líf þitt hefur áhrif á viðskiptalega líf þitt, viðskiptalega líf þitt hefur áhrif á líkamlega líf þitt, líkamlega líf þitt hefur áhrif á hugarfarlega líf þitt, hugarfarlega líf þitt hefur áhrif á andlega líf þitt, andlega líf þitt hefur áhrif á fjárhagslega líf þitt og fjárhagslega líf þitt hefur áhrif á þitt persónulega líf þitt.

Bæn!

Bænin er samfélag við Guð - mikilvægasta samband sem til er - og um leið aðferð manneskjunnar til að leita inn á við og ná sambandi við sjálfan sig. Hallgrímur Pétursson hefur í einu riti sínu hvatt lesendur til þess að sýna skaparanum jafnan þá kurteisi að bjóða honum góðan daginn með bæn.

Trú!

“Sérhver einstaklingur myndar sér skoðun á sjálfum sér og þessi grundvallarskoðun hefir mikla þýðingu þegar um er að ræða að ákveða hvað hann ætlar sér að vera. Þér er ekki unnt að koma meiru í verk en því sem þú trúir að þér sé fært og þú getur ekki orðið stærri en þú trúir að þú sért! Trúin þín eflir þrótt hið innra með þér! Trúðu á þína eigin trú. Vertu ekki hræddur við að treysta trú þinni.”

Ísland!

Ég held að við skiljum oft ekki hvað lífið getur verið skemmtilegt. Ég komst að þessu þegar ég fór til Bandaríkjanna seinasta sumar. Eftir þessa ferð mína þá held ég að það sé mjög þroskandi og gott að komast frá eyjunni okkar fögru, sérstaklega þegar það hefur verið allt of lengi á henni. Ég hitti svo margt skemmtilegt fólk í Bandaríkjunum sem var lifandi og skemmtilegt og ekki svo upptekið af sjálfum sér eins og við íslendingar erum oft á tíðum. Heimurinn er miklu skemmtilegri en þú heldur, lífið bíður þín að þú lifir því. Það er svo oft sem maður gleymir að lifa lífinu sínu og það er jú, fullt af skemmtilegu fólk sem bíður líka eftir að þú talir við það. Kannski þegar við áttum okkur á því að lífið snýst ekki bara í kringum okkur þá fáum við að njóta lífsins betur!

Ekki er allt sem sýnist!

Það er sólbjartur dagur og grasflötin mín sem í gær var svo fallega græn er nú þakin fíflum aftur. "Afsakið fröken, eigið þér nokkuð fíflaeitur? Hvort þeir skulu nú fá fyrir ferðina þessir fílar! Hálló litlu fíflar, lítið upp örstutta stund, ég er hér með smá hressingu handa ykkur. Hey þú, já þú með brúsann, komdu nær ég þarf að segja þér dálítið." Ég leggst á hnén og legg eyrað að litlum gulum brúsk. "Veistu að úr mér væri hægt að búa til indælis sérrý og úr honum, þessum þarna, má búa til lyf gegn magakveisu!"

"Tennurnar mínar eru þarna!"

Eitt sinn er ég var á gangi um miðborg Bergen í Noregi kom ég auga á fætur sem stóðu upp úr niðurfalli á götunni. Ég hljóp til og dró í fæturna og náði manninum upp. Það var ekki sjón að sjá hann, því hann hafði greinilega lent með höfuðið í vatni og leðju. Ég var mjög glaður að hafa komið manninum til bjargar, en hann virtist hins vegar ekki jafn feginn björguninni því hann gerði sig strax líklegan til að stinga sér aftur á kaf. Aðspurður hvers vegna han væri að hætta lífi sínu á þennan hátt, svaraði hann ósköp smámæltur: "Tennurnar mínar eru þarna!" Ég hef oft brosað að þessu atviki, en það hefur líka fengið mig til að hugleiða hluti. Stundum erum við mennirnir nefnilega svo uppteknir af veraldlegum hlutum að við gleymum lífinu sjálfu. Jesús spurði okkur áleitinnar spurningar þegar hann sagði: Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en fyrirgjöra sálu sinni? Hver dagur býr yfir óteljandi tækifærum. Verjum þeim ekki í að stinga okkur á kaf í efnahyggju!

Nokkrar einfaldar og nothæfar reglur!

Hvað ertu fær um að gera nú þegar til þess að efla sjálfstraust þitt. Hér ætla ég að birta nokkrar einfaldar og nothæfar reglur sem eiga að yfirvinna vanmáttarkenndina og kenna þér að trúa! 1. Gerðu þér í hugarlund, að þér takist allt. Teldu þér trú um þessa hugmynd, haltu fast við hana, líddu ekki að hún sé veikt. Láttu þér ekki koma til hugar, að þér mistakist. Það er það hættulegasta af öllu, því að hugur þinn mun alltaf reyna að koma hugsunum sínum í framkvæmd. Þess vegna máttu til með að leiða þér "velgengni" óaflátanlega fyrir hugskotsjónir, án tillits til, hversu illa sýnist horfa í augnablikinu. 2. Í hvert skipti, sem efi um hæfileika þína skýtur upp kollinum, skaltu mæta honum með vísvitandi jákvæðri andstæðu. Skapaðu þér ekki ímyndaða erfiðleika, þeir raunverulegu verða sannarlega að rannsakast og vera meðhöndlaðir gaumgæfilega til þess að ryðja þeim úr vegi, og það má ekki gera meira úr þeim en efni standa til. Kvíði má ekki magna þá. 3. Láttu ekki aðra hafa of mikil áhrif á þig, og reyndu ekki að apa eftir þeim. Engum er fært sem þér að vera þú sjálfur. 4. Og mundu það einnig, að flest fólk, án tillits til þess, hversu sjálfsöruggt það virðist vera, er oft álíka kvíðafullt og hikandi og þú sjálfur.


Gleðilegt sumar!

Vorið góða leysir dulda krafta úr læðingi, mannleg samskipti fá aukið afl, börn bregða sér í boltaleik um miðnætti, þannig eru sumrin á Íslandi, þegar engin veit hvort það er dagur eða nótt, sólsetur eða sólarupprás. Segðu ekki orð og láttu þig hverfa inn í nóttina sem er ekki til. Ég elska Ísland.

Að gera lista fyrir lífið þitt!

Ef þú átt erfitt með að vera ástríðufullur fyrir lífinu þá þarft þú að gera lista yfir alla þá hluti sem þú getur verið þakklátur fyrir. Alla þá hluti sem Guð hefur blessað þig með. Það er svo auðvelt að horfa bara á hlutina sem eru í ólagi og taka alla hlutina sem eru í lagi sem sjálfsögðum hlut. Ef þú hefur góða heilsu skrifaðu niður, hef góða heilsu! Ef þú getur séð skrifaðu það niður, get séð! Ef þú ert myndalegur eins og ég skrifaður það niður, er myndalegur:-) Ef þú hefur vinnu skrifaður niður, hef vinnu! Ég á fjölskyldu, ég á vini, ég á börn o.s.frv. Búðu til þennan lista og í hver skiptið sem þú ferð út úr húsi farðu þá yfir hann tvisvar til þrisvar sinnum. Það er gott að setja hugann sinn í jákvæðan farveg í byrjun hvers dags.

Að vera ástríðufullur fyrir lífinu!

Of oft leyfum við vonbrigðum, stressi og þrýstingi og bara tímanum sem hefur liðið og áður en við vitum af er þetta að draga okkur niður andlega og við eru ekki lengur ástríðufull fyrir lífinu okkar. Oft er ástæðan þessa að við erum upptekin af röngum hlutum. Við erum að horfa á þá hluti sem við höfum ekki í stað þess að horfa á þá hluti sem við höfum. Ég heyrði af manni sem var mjög niðurdreginn. Hann fór að hitta prestinn sinn og hann sagði að ekkert í hans lífi væri að fara á réttan veg og sagði að hann hefði enga ástæðu til þess að vera til. Presturinn sagði allt í lagi! Gerum bara svolitla æfingu og tók upp skrifblokk og dró línu niður í gegnum miðjuna. Og hann sagði að á vinstri hliðinni ætlaði skrifa ég allt það vonda sem hefur gerst í lífi þínu og á hægri hliðina það góða. Maðurinn sagði að hann gæti ekki skrifað niður neitt niður á hægri hliðina. Svo byrjaði presturinn og sagði við manninn. Mikið þykir mér það leitt að kona yðar sé látin! Maðurinn snéri svaraði honum þess að konan hans væri ekkert dáin heldur lifandi. Þá skrifaði presturinn niður hægra megin á konu. Svo helt hann áfram og sagði. Mikið þykir mér það leitt að húsið þitt hafið brunið til kaldra kola. Maðurinn sagði að húsið hans væri ekkert brunið. Þá skrifaði hann á hús hægra megin. Svo helt hann áfram og sagði mikið þykir mér það leitt að þú hafir misst vinnuna þína. Hann svaraði og sagði að hann hefði ekki misst vinnuna og spurði þá prestinn hvaðan hann fengið alla þessa vitleysu um sig. Og um leið áttaði hans sig á því að líf hans var ekki allt tilgangslaust og byrjaði að skrifa niður á blaðið allt það góð í lífi sínu.

Að eiga peninga eða en ekki heilsu!

Ef ég ætti meiri peninga þá er ég viss um að ég væri hamingjusamur! Þú átt kannski ekki alla þá peninga sem þig langar til en ef þú hefur góð heilsu er það mikils virði. Þú hefur kannski ekki allt sem þig langar í en þú getur gengið, talað, hugsað og séð. Þú átt hluti sem jafnvel 1000 milljónir geta ekki keypt. Ekki taka það heldur sem sjálfsagðan hlut þá staðreynd að þú gast farið á fætur í morgun án þess að einhver þyrfti að hjálpa þér. Í staðinn fyrir að kvarta að hárið á þér sé farið að grána ættir þú að vera þakklátur fyrir það að það er ekki farið að losna. Fyrir suma er það kannski of seint! Kannski er eitthver sem er dónalegur við þig, kemur illa fram við þig, er afbrýðissamur eða reiður. Þá er gott að hugsa að það gæti verið verra þú gætir verið hann! Stundum er eina leiðin til þess að vera jákvæður er að segja innra með sér. Takk, Guð að ég er ekki eins og þú.

Undirstaða vellíðanar í lífinu!

Jákvæð sýn á lífið er undirstaða vellíðanar en þó hugsanir geti verið neikvæðar þarf ekki öll tilveran að vera það. Málið er nefnilega að það er hægt er að hafa áhrifa á líðan með hugarfarinu. Hugsaðu jákvætt, það er léttara!

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband