Gleðilegt sumar!

Vorið góða leysir dulda krafta úr læðingi, mannleg samskipti fá aukið afl, börn bregða sér í boltaleik um miðnætti, þannig eru sumrin á Íslandi, þegar engin veit hvort það er dagur eða nótt, sólsetur eða sólarupprás. Segðu ekki orð og láttu þig hverfa inn í nóttina sem er ekki til. Ég elska Ísland.

Að gera lista fyrir lífið þitt!

Ef þú átt erfitt með að vera ástríðufullur fyrir lífinu þá þarft þú að gera lista yfir alla þá hluti sem þú getur verið þakklátur fyrir. Alla þá hluti sem Guð hefur blessað þig með. Það er svo auðvelt að horfa bara á hlutina sem eru í ólagi og taka alla hlutina sem eru í lagi sem sjálfsögðum hlut. Ef þú hefur góða heilsu skrifaðu niður, hef góða heilsu! Ef þú getur séð skrifaðu það niður, get séð! Ef þú ert myndalegur eins og ég skrifaður það niður, er myndalegur:-) Ef þú hefur vinnu skrifaður niður, hef vinnu! Ég á fjölskyldu, ég á vini, ég á börn o.s.frv. Búðu til þennan lista og í hver skiptið sem þú ferð út úr húsi farðu þá yfir hann tvisvar til þrisvar sinnum. Það er gott að setja hugann sinn í jákvæðan farveg í byrjun hvers dags.

Að vera ástríðufullur fyrir lífinu!

Of oft leyfum við vonbrigðum, stressi og þrýstingi og bara tímanum sem hefur liðið og áður en við vitum af er þetta að draga okkur niður andlega og við eru ekki lengur ástríðufull fyrir lífinu okkar. Oft er ástæðan þessa að við erum upptekin af röngum hlutum. Við erum að horfa á þá hluti sem við höfum ekki í stað þess að horfa á þá hluti sem við höfum. Ég heyrði af manni sem var mjög niðurdreginn. Hann fór að hitta prestinn sinn og hann sagði að ekkert í hans lífi væri að fara á réttan veg og sagði að hann hefði enga ástæðu til þess að vera til. Presturinn sagði allt í lagi! Gerum bara svolitla æfingu og tók upp skrifblokk og dró línu niður í gegnum miðjuna. Og hann sagði að á vinstri hliðinni ætlaði skrifa ég allt það vonda sem hefur gerst í lífi þínu og á hægri hliðina það góða. Maðurinn sagði að hann gæti ekki skrifað niður neitt niður á hægri hliðina. Svo byrjaði presturinn og sagði við manninn. Mikið þykir mér það leitt að kona yðar sé látin! Maðurinn snéri svaraði honum þess að konan hans væri ekkert dáin heldur lifandi. Þá skrifaði presturinn niður hægra megin á konu. Svo helt hann áfram og sagði. Mikið þykir mér það leitt að húsið þitt hafið brunið til kaldra kola. Maðurinn sagði að húsið hans væri ekkert brunið. Þá skrifaði hann á hús hægra megin. Svo helt hann áfram og sagði mikið þykir mér það leitt að þú hafir misst vinnuna þína. Hann svaraði og sagði að hann hefði ekki misst vinnuna og spurði þá prestinn hvaðan hann fengið alla þessa vitleysu um sig. Og um leið áttaði hans sig á því að líf hans var ekki allt tilgangslaust og byrjaði að skrifa niður á blaðið allt það góð í lífi sínu.

Að eiga peninga eða en ekki heilsu!

Ef ég ætti meiri peninga þá er ég viss um að ég væri hamingjusamur! Þú átt kannski ekki alla þá peninga sem þig langar til en ef þú hefur góð heilsu er það mikils virði. Þú hefur kannski ekki allt sem þig langar í en þú getur gengið, talað, hugsað og séð. Þú átt hluti sem jafnvel 1000 milljónir geta ekki keypt. Ekki taka það heldur sem sjálfsagðan hlut þá staðreynd að þú gast farið á fætur í morgun án þess að einhver þyrfti að hjálpa þér. Í staðinn fyrir að kvarta að hárið á þér sé farið að grána ættir þú að vera þakklátur fyrir það að það er ekki farið að losna. Fyrir suma er það kannski of seint! Kannski er eitthver sem er dónalegur við þig, kemur illa fram við þig, er afbrýðissamur eða reiður. Þá er gott að hugsa að það gæti verið verra þú gætir verið hann! Stundum er eina leiðin til þess að vera jákvæður er að segja innra með sér. Takk, Guð að ég er ekki eins og þú.

Undirstaða vellíðanar í lífinu!

Jákvæð sýn á lífið er undirstaða vellíðanar en þó hugsanir geti verið neikvæðar þarf ekki öll tilveran að vera það. Málið er nefnilega að það er hægt er að hafa áhrifa á líðan með hugarfarinu. Hugsaðu jákvætt, það er léttara!

Lífið er stutt!

Við gleymum oft hvað lífið er stutt og brothætt. Við bíðum til þakkargjörðarhátíðarinnar til þess að gefa þakkir, við bíðum til jóla til þess að gefa gjafir, við bíðum frá á Valentínusardaginn til þess að sýna fólki sem okkur þykkir vænt um ást. Við segjum við okkur sjálf! Í dag er bara venjulegur dagur og við bíðum og á meðan við bíðum líður tíminn. Dýrmættar stundir líða hjá en í raunveruleikanum er ekkert til sem kallast bara venjulegur dagur. Hver dagur er í raun gjöf, hann er einstakur og hann kemur aldrei til með að koma aftur. Tímar hans geta verið notaðir eða missnotaðir, fjárfest í eða eytt í vitleysu. Megi Guð kenna okkur að telja daga okkar.

Morgundagurinn!

Morgundagurinn, hvað á hann eftir að bera í skauti sér? Verður hann langur og leiðinlegur, stuttur og fjörugur eða spennandi og krefjandi? Á hverjum degi spyr ég sjálfan mig "Hvað ætla ég að gera úr þessum degi?" Fyrir þann sem glímir við þunglyndi er mikilvægt að stilla sig jákvætt inn á daginn því líðanin að kvöldi helst í hendur við hugsanir og athafnir liðins dags. Ég á mér eitt verkefni "Að komast sáttari í rúmið á morgun en í dag!".

Ekki láta aðra stoppa þig!

Ef þú brosir þá brosir fólk yfirleitt á móti, ekki láta neikvæðni annarra stoppa þig í því að vera glaðleg eða glaðlegur, þú getur breytt andrúmsloftinu og viðmóti annarra. Fólk er oft skilningslaust og hugsar oft bara um sjálfan sig. Ef þú er elskulegur þá munu samt einhverjir samt segja að þú sért það ekki. Vertu samt elskuleg eða elskulegur. Þó að þú gefir það besta sem þú átt þá munu samt einhverjir kýla þig í tennurnar fyrir það. Gefðu samt það besta sem þú átt!

Að hafa húmor og jákvæðni í lífi sínu!

Jákvætt hugarfar og húmor auðvelda okkur að takast á við hindranir og vandamál sem upp kunn að koma á lífsleiðinni. Það má líkja húmor við dempara í bíl sem er ekið eftir ósléttum vegi, við finnum fyrir holunum en ekki eins mikið og ef ekið væri án demparanna. Lífsgleðin getur verið slétt og auðveld yfirferðar en oftast eru einhverjar holur á leiðinni, þær geta verið grunnar en þær geta líka verið djúpar og þá er sérstaklega mikilvægt að dempararnir séu í lagi. Reyndar er eru sumar holur svo djúpar að demparar breyta engu. Hæfileg jákvæðni bætir andleg og líkamlega heilsu.

Að gefa öðrum tíma!

Róleg rödd segir: "Blessaður vinur, gott að sjá þig, hvernig hefur þú það?" Með einstakri ró sest gamli kennarinn minn hjá mér, horfir í augu mér og bíður eftir svari. Ég tek eftir hlýlegum, brosandi augum hans og skil að hann meinar það sem hann segir. Næstu mínúturnar eigum við tveri út af fyrir okkur, samtalið um okkur sjálfa, vangaveltur okkar um líf og tilveru okkar og okkar nánustu. Síðan kveðjumst við án fagurra fyrirheita en ég er honum þakklátur, hann tók sér tíma, staldraði við, tók hluta af sínum dýrmæta tíma til þess að ræða við mig, hlusta á mig.

Er maðurinn það sem hann hugsar!

Marcus Aurilius var talinn vera einn vitrasti maður Rómar, hann sagði meðal annars: "Líf okkar er það sem hugsanir okkar gera það að." Ralph Emerson einn vitrasti Bandaríkjamaður sem uppi hefur verið, sagði líka: "Hver maður er það sem hann daglangt hugsar um." Það má svo sem deila um þetta hvort maður sé eða sé ekki það sem maður hugsar. Þú ert í raun afrakstur þeirra ákvarðanna sem þú tókst í gær.

Listin að kunna að gleyma!

Ein hin mikilvæg list er að kunna að gleyma. Ég sagði hérna áðan, "að hver maður sé það sem hann hugsar eða það sem hann éti. Segja mætti einnig að maðurinn sé það sem hann gleymir! Minnið er líka ein dýrmætasta náðargjöf okkar. Hæfileikinn til þess að halda til haga fróðleik og reynslu er ómetanlegur. En það er samt ekki minna um vert að geta losað hugann við eftirfarandi - eða a.m.k. aftra því frá að ávinna sér ríkjandi sess í hugsuninni þ.e. mistök og óhöpp sem ættu að gleymast. Það er því ákveðin list að geta valið og sagt: "Þetta ætla ég að muna vel, en hinu skal ég steingleyma á stundinni!"

Þú skapar þinn eigin heim með hugsunum þínum!

Við þurfum að þroska hagkvæmar hugsunaraðferðir, því hæfileikinn til þess að hugsa er ein af okkar dýrmætustu náðargjöfum. Þitt líf eða mitt er ekki ákveðið af ytri kringumstæðum, heldur af þeim hugsunum sem að jafnaði fylla hugann. Þú skapar þinn eigin heim með hugsunum þínum. "Maðurinn er það sem hann étur", hefur verið sagt. Dýpri sannleikur væri að segja, að maðurinn sé það sem hann hugsar. Sú viturlegast bók allra bóka segir: "Maðurinn er það sem hann hugsar í hjarta sínu."Það sem maðurinn hugsar jafnaðarlega vitandi eða óafvitandi, það verður hann líka. Eitthvað til þess að hugsa um..

Þú er svo miklu máttugri en þú heldur!

"Það er nægilega mikið af atómorku í sérhverjum manni til þess að afmá alla New York borg," segir þekktur eðlisfræðingur. Við skulum ekki bara renna augunum yfir þetta í raun og veru felur í sér.  Það býr nægilegur kraftur hið innra með þér til þess að umbreyta New York í steinhrúgu. Það er ekkert minna en þetta, sem hámenntaðir eðlisfræðingar segja okkur. Þegar þetta í raun og veru er nú svona, hvers vegna þá að burðast með minnimáttarkennd? Ef hið innra með þér býr nægilega orku til þess að sprengja stærstu borg veraldar í lofti upp hlýtur að líka að búa þar fullnægjandi kraftur til þess að þér sé unnt að yfirvina sérhverja hindrun sem þú mætir.

Ert þú að bíða eftir einhverju!

"Hvað er lífið? Eins og gufa sem birtist í smá tíma og hverfur svo í burtu." Við ættum að lifa hvern dag eins og hann gæti verið okkar síðasti. Ekki fresta þess að njóta lífsins. Það sorglega er að þú ert kannski hérna í dag en þú verður kannski ekki hérna á morgun. Ég þekki allt of marga sem ætla að njóta lífsins einhvern daginn. Þegar þeir eru búnir í háskóla, þegar þér eru búnir að gifta sig, þegar þeir eru búnir að borga upp húsið sitt eða þegar þeir komnir á eftir laun, nei, taktu ákvörðun um að njóta lífsins þar sem þú ert, gerðu þennan dag að meistaraverki, finndu það góða í öllum kringumstæðum.

Gerðu mér stórann greiða!

Ekki taka fólkið í lífi þínu sem sjálfsagðan hlut. Lærum að gefa fólki blóm á meðan það er ennþá á lífi. Gefðu hrós á meðan þau geta ennþá heyrt í þér! Það er skrítið þegar við komum í jarðarför og sjáum öll fallegu blómin og fólk segir allskonar góða hluti um þann sem var að deyja og það er frábært, vingjarnlegt og virðringarvert en gerðu mér stórann greiða, gefðu mér blóminn mín þegar ég er ennþá lifandi, þegar ég kem til himna þá á ég eflaust ekki eftir að njóta þeirra þar. Og ef þú hefur eitthvað gott um mig að segja, ekki bíða þar til ég er dauður, ég vill heyra það núna. Og það sama gildir um fjölskylduna þína og vini, þeir vilja ást núna, þeir vilja fá uppörfanirnar núna. Taktu tíma fyrir fólkið í lífi þínu núna!


Ég lifi fyrir tvo daga..

Ég heiti því á hverjum morgni nýs dags að verða betri maður en í gær. Þegar mér mistekst ætlunarverkið gefst ég upp í dag og ákveð að reyna aftur á morgun. Ég geng út frá því sem sjálfsögðum hlut á hverjum degi að ég eigi alltaf morgundaginn upp á að hlaupa. Ég lifi í þeim skilningi ekki fyrir einn dag í einu, heldur tvo. Daginn í dag og morgundaginn. Nútíðina og framtíðina. Ég er minn eigin herra.

Temdu þér sjálfstraust!

Hafðu sjálfstraust. Treystu dugnaði þínum. Án ákveðins, en raunhæfs álits á eigin hæfileikum, geturðu ekki rutt þér braut eða orðið hamingjusamur. En með heilbrigðu sjálfstrausti tekst það. Tilfinning fyrir eigin vanmætti og getuleysi varnar því, að þú náir þeim árangri, sem þig dreymir um, en sjálfstraust leiðir til gjörnýtingar hæfileika þinna og tryggir þar með velgengni. Það er hörmulegt að horfa upp á það, hversu mörgum mönnum er fjötur um fót og til niðurdreps, þetta sem menn almennt kalla minnimáttarkennd. En þú þarft ekki að þjást af neinu slíku. Notfærir þú þér hina réttu framgöngu, er unnt að yfirvinna þetta. Þú getur tamið þér jákvætt sjálfstraust, byggt á raunveruleika.


Að kunna að hvílast!

Þekktur maður hélt heim á ný til æskuheimilis síns til þess að fá létt af sér hinni þungu byrði - og þar fyrirfór hann sér. Sorglegur endir á merkilegum lífsferli. Greinarhöfundur nokkur lýsti atburðinum með eftirfarandi orðum: "Hann var þreyttur maður. Hann fór heim til að finna hvíld, en greinilega hafði hann gleymt því, hvernig maður á að hvíla sig." Svo bætti greinarhöfundurinn við: "Því miður virðist svo að mörg okkar séum í sömu dapurlegu aðstöðunni. Við vitum ekki hvernig ber að hvíla sig."

Góð uppskrift um hvernig á að koma fram við fólk!

Speak tenderly to them.
Let there be kindness in your face,
in your eyes, in your smile,
in the warmth of your greeting.
Always have a cheerful smile.
Don't only give your care,
but give your heart as well.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband