Færsluflokkur: Bloggar

Gerðu mér stórann greiða!

Ekki taka fólkið í lífi þínu sem sjálfsagðan hlut. Lærum að gefa fólki blóm á meðan það er ennþá á lífi. Gefðu hrós á meðan þau geta ennþá heyrt í þér! Það er skrítið þegar við komum í jarðarför og sjáum öll fallegu blómin og fólk segir allskonar góða hluti um þann sem var að deyja og það er frábært, vingjarnlegt og virðringarvert en gerðu mér stórann greiða, gefðu mér blóminn mín þegar ég er ennþá lifandi, þegar ég kem til himna þá á ég eflaust ekki eftir að njóta þeirra þar. Og ef þú hefur eitthvað gott um mig að segja, ekki bíða þar til ég er dauður, ég vill heyra það núna. Og það sama gildir um fjölskylduna þína og vini, þeir vilja ást núna, þeir vilja fá uppörfanirnar núna. Taktu tíma fyrir fólkið í lífi þínu núna!


Ég lifi fyrir tvo daga..

Ég heiti því á hverjum morgni nýs dags að verða betri maður en í gær. Þegar mér mistekst ætlunarverkið gefst ég upp í dag og ákveð að reyna aftur á morgun. Ég geng út frá því sem sjálfsögðum hlut á hverjum degi að ég eigi alltaf morgundaginn upp á að hlaupa. Ég lifi í þeim skilningi ekki fyrir einn dag í einu, heldur tvo. Daginn í dag og morgundaginn. Nútíðina og framtíðina. Ég er minn eigin herra.

Temdu þér sjálfstraust!

Hafðu sjálfstraust. Treystu dugnaði þínum. Án ákveðins, en raunhæfs álits á eigin hæfileikum, geturðu ekki rutt þér braut eða orðið hamingjusamur. En með heilbrigðu sjálfstrausti tekst það. Tilfinning fyrir eigin vanmætti og getuleysi varnar því, að þú náir þeim árangri, sem þig dreymir um, en sjálfstraust leiðir til gjörnýtingar hæfileika þinna og tryggir þar með velgengni. Það er hörmulegt að horfa upp á það, hversu mörgum mönnum er fjötur um fót og til niðurdreps, þetta sem menn almennt kalla minnimáttarkennd. En þú þarft ekki að þjást af neinu slíku. Notfærir þú þér hina réttu framgöngu, er unnt að yfirvinna þetta. Þú getur tamið þér jákvætt sjálfstraust, byggt á raunveruleika.


Að kunna að hvílast!

Þekktur maður hélt heim á ný til æskuheimilis síns til þess að fá létt af sér hinni þungu byrði - og þar fyrirfór hann sér. Sorglegur endir á merkilegum lífsferli. Greinarhöfundur nokkur lýsti atburðinum með eftirfarandi orðum: "Hann var þreyttur maður. Hann fór heim til að finna hvíld, en greinilega hafði hann gleymt því, hvernig maður á að hvíla sig." Svo bætti greinarhöfundurinn við: "Því miður virðist svo að mörg okkar séum í sömu dapurlegu aðstöðunni. Við vitum ekki hvernig ber að hvíla sig."

Góð uppskrift um hvernig á að koma fram við fólk!

Speak tenderly to them.
Let there be kindness in your face,
in your eyes, in your smile,
in the warmth of your greeting.
Always have a cheerful smile.
Don't only give your care,
but give your heart as well.

People!

People are often unreasonable, illogical, and self-centered; Forgive them anyway. If you are kind, People may accuse you of selfish, ulterior motives; Be kind anyway. If you are successful, you will win some false friends and some true enemies; Succeed anyway. If you are honest and frank, People may cheat you; Be honest and frank anyway. What you spend years building, someone could destroy overnight; Build anyway. If you find serenity and happiness, They may be jealous; Be happy anyway. The good you do today, people will often forget tomorrow; Do good anyway. Give the world the best you have, and it may never be enough; Give the world the best you've got anyway. You see, in the final analysis, it is between you and God; It was never between you and them anyway.

Að vera þakklátur!

Það er hægt að venja sig á allt mögulegt. Bæði góða og vona siði. Að æfa sig að leggja við hlutir, finna lykt, dásama liti og form, elska þögning, brosa, faðma ástvini sína, vera ekki fordómafullur og síðast en ekki síst að vera þakklátur.

Lífið er skemmtilegt!

Heimurinn er skemmtilegur, ég held að fólk skilji ekki stundum hvað hann er skemmtilegur, sérstaklega þegar það hefur verið allt of lengi hérna á eyjunni okkar fögru. Lífið er skemmtilegt, fólk líka! Ég hitti svo margt skemmtilegt fólk í Bandaríkjunum sem var lifandi og var ekki að drepast úr sjálfum sér eins og við hérna oft á tíðum. Lífið er miklu skemmtilegri en þú heldur, það bíður þín, fólk bíður líka eftir að þú talir við það og lífið eftir því að þú lifir því.

Íslenskt veður er yndislegt!

Fátt er yndislegra en að baða sig í björtu skini sólarinnar og láta geisla hennar ylja sér. Hún er ljósið sem gefur lífinu lit. En það er ekki alltaf sólskin og þá er gott að minnast þess að það eru til fleiri sólir í lífi okkar en þessi eina sanna úti í geimnum. Sól eða rigning er ekki málið heldur hugarfarið og jú auðvitað eins og allir íslenskir skokkarar vita! Að klæða sig eftir veðri.

Hæ forseti

Í gær sat ég fyrir utan Listasafn Reykjavíkur og sleikti sólina, ég gaf mér tíma til þess að brosa til lítils stráks sem var að leika sér á hjóli fyrir utan safnið. Það er alveg merkilegt hvað maður getur verið upptekinn af sjálfum sér og bara sjálfum sér. Ég hitti líka Forsetann, ég brosti til hans og hann sagði: "Blessaður" þetta þótti mér afskaplega merkilegt, að sjálfur Forseti Íslands skildi taka tíma til þess að heilsa mér. Kannski var það út af því að ég hafði gefið mér tíma til að brosa til litla stráksins sem ég þekkti ekki neitt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband