Færsluflokkur: Bloggar

Lífið er stutt!

Við gleymum oft hvað lífið er stutt og brothætt. Við bíðum til þakkargjörðarhátíðarinnar til þess að gefa þakkir, við bíðum til jóla til þess að gefa gjafir, við bíðum frá á Valentínusardaginn til þess að sýna fólki sem okkur þykkir vænt um ást. Við segjum við okkur sjálf! Í dag er bara venjulegur dagur og við bíðum og á meðan við bíðum líður tíminn. Dýrmættar stundir líða hjá en í raunveruleikanum er ekkert til sem kallast bara venjulegur dagur. Hver dagur er í raun gjöf, hann er einstakur og hann kemur aldrei til með að koma aftur. Tímar hans geta verið notaðir eða missnotaðir, fjárfest í eða eytt í vitleysu. Megi Guð kenna okkur að telja daga okkar.

Morgundagurinn!

Morgundagurinn, hvað á hann eftir að bera í skauti sér? Verður hann langur og leiðinlegur, stuttur og fjörugur eða spennandi og krefjandi? Á hverjum degi spyr ég sjálfan mig "Hvað ætla ég að gera úr þessum degi?" Fyrir þann sem glímir við þunglyndi er mikilvægt að stilla sig jákvætt inn á daginn því líðanin að kvöldi helst í hendur við hugsanir og athafnir liðins dags. Ég á mér eitt verkefni "Að komast sáttari í rúmið á morgun en í dag!".

Ekki láta aðra stoppa þig!

Ef þú brosir þá brosir fólk yfirleitt á móti, ekki láta neikvæðni annarra stoppa þig í því að vera glaðleg eða glaðlegur, þú getur breytt andrúmsloftinu og viðmóti annarra. Fólk er oft skilningslaust og hugsar oft bara um sjálfan sig. Ef þú er elskulegur þá munu samt einhverjir samt segja að þú sért það ekki. Vertu samt elskuleg eða elskulegur. Þó að þú gefir það besta sem þú átt þá munu samt einhverjir kýla þig í tennurnar fyrir það. Gefðu samt það besta sem þú átt!

Að hafa húmor og jákvæðni í lífi sínu!

Jákvætt hugarfar og húmor auðvelda okkur að takast á við hindranir og vandamál sem upp kunn að koma á lífsleiðinni. Það má líkja húmor við dempara í bíl sem er ekið eftir ósléttum vegi, við finnum fyrir holunum en ekki eins mikið og ef ekið væri án demparanna. Lífsgleðin getur verið slétt og auðveld yfirferðar en oftast eru einhverjar holur á leiðinni, þær geta verið grunnar en þær geta líka verið djúpar og þá er sérstaklega mikilvægt að dempararnir séu í lagi. Reyndar er eru sumar holur svo djúpar að demparar breyta engu. Hæfileg jákvæðni bætir andleg og líkamlega heilsu.

Að gefa öðrum tíma!

Róleg rödd segir: "Blessaður vinur, gott að sjá þig, hvernig hefur þú það?" Með einstakri ró sest gamli kennarinn minn hjá mér, horfir í augu mér og bíður eftir svari. Ég tek eftir hlýlegum, brosandi augum hans og skil að hann meinar það sem hann segir. Næstu mínúturnar eigum við tveri út af fyrir okkur, samtalið um okkur sjálfa, vangaveltur okkar um líf og tilveru okkar og okkar nánustu. Síðan kveðjumst við án fagurra fyrirheita en ég er honum þakklátur, hann tók sér tíma, staldraði við, tók hluta af sínum dýrmæta tíma til þess að ræða við mig, hlusta á mig.

Er maðurinn það sem hann hugsar!

Marcus Aurilius var talinn vera einn vitrasti maður Rómar, hann sagði meðal annars: "Líf okkar er það sem hugsanir okkar gera það að." Ralph Emerson einn vitrasti Bandaríkjamaður sem uppi hefur verið, sagði líka: "Hver maður er það sem hann daglangt hugsar um." Það má svo sem deila um þetta hvort maður sé eða sé ekki það sem maður hugsar. Þú ert í raun afrakstur þeirra ákvarðanna sem þú tókst í gær.

Listin að kunna að gleyma!

Ein hin mikilvæg list er að kunna að gleyma. Ég sagði hérna áðan, "að hver maður sé það sem hann hugsar eða það sem hann éti. Segja mætti einnig að maðurinn sé það sem hann gleymir! Minnið er líka ein dýrmætasta náðargjöf okkar. Hæfileikinn til þess að halda til haga fróðleik og reynslu er ómetanlegur. En það er samt ekki minna um vert að geta losað hugann við eftirfarandi - eða a.m.k. aftra því frá að ávinna sér ríkjandi sess í hugsuninni þ.e. mistök og óhöpp sem ættu að gleymast. Það er því ákveðin list að geta valið og sagt: "Þetta ætla ég að muna vel, en hinu skal ég steingleyma á stundinni!"

Þú skapar þinn eigin heim með hugsunum þínum!

Við þurfum að þroska hagkvæmar hugsunaraðferðir, því hæfileikinn til þess að hugsa er ein af okkar dýrmætustu náðargjöfum. Þitt líf eða mitt er ekki ákveðið af ytri kringumstæðum, heldur af þeim hugsunum sem að jafnaði fylla hugann. Þú skapar þinn eigin heim með hugsunum þínum. "Maðurinn er það sem hann étur", hefur verið sagt. Dýpri sannleikur væri að segja, að maðurinn sé það sem hann hugsar. Sú viturlegast bók allra bóka segir: "Maðurinn er það sem hann hugsar í hjarta sínu."Það sem maðurinn hugsar jafnaðarlega vitandi eða óafvitandi, það verður hann líka. Eitthvað til þess að hugsa um..

Þú er svo miklu máttugri en þú heldur!

"Það er nægilega mikið af atómorku í sérhverjum manni til þess að afmá alla New York borg," segir þekktur eðlisfræðingur. Við skulum ekki bara renna augunum yfir þetta í raun og veru felur í sér.  Það býr nægilegur kraftur hið innra með þér til þess að umbreyta New York í steinhrúgu. Það er ekkert minna en þetta, sem hámenntaðir eðlisfræðingar segja okkur. Þegar þetta í raun og veru er nú svona, hvers vegna þá að burðast með minnimáttarkennd? Ef hið innra með þér býr nægilega orku til þess að sprengja stærstu borg veraldar í lofti upp hlýtur að líka að búa þar fullnægjandi kraftur til þess að þér sé unnt að yfirvina sérhverja hindrun sem þú mætir.

Ert þú að bíða eftir einhverju!

"Hvað er lífið? Eins og gufa sem birtist í smá tíma og hverfur svo í burtu." Við ættum að lifa hvern dag eins og hann gæti verið okkar síðasti. Ekki fresta þess að njóta lífsins. Það sorglega er að þú ert kannski hérna í dag en þú verður kannski ekki hérna á morgun. Ég þekki allt of marga sem ætla að njóta lífsins einhvern daginn. Þegar þeir eru búnir í háskóla, þegar þér eru búnir að gifta sig, þegar þeir eru búnir að borga upp húsið sitt eða þegar þeir komnir á eftir laun, nei, taktu ákvörðun um að njóta lífsins þar sem þú ert, gerðu þennan dag að meistaraverki, finndu það góða í öllum kringumstæðum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband