Gerðu mér stórann greiða!

Ekki taka fólkið í lífi þínu sem sjálfsagðan hlut. Lærum að gefa fólki blóm á meðan það er ennþá á lífi. Gefðu hrós á meðan þau geta ennþá heyrt í þér! Það er skrítið þegar við komum í jarðarför og sjáum öll fallegu blómin og fólk segir allskonar góða hluti um þann sem var að deyja og það er frábært, vingjarnlegt og virðringarvert en gerðu mér stórann greiða, gefðu mér blóminn mín þegar ég er ennþá lifandi, þegar ég kem til himna þá á ég eflaust ekki eftir að njóta þeirra þar. Og ef þú hefur eitthvað gott um mig að segja, ekki bíða þar til ég er dauður, ég vill heyra það núna. Og það sama gildir um fjölskylduna þína og vini, þeir vilja ást núna, þeir vilja fá uppörfanirnar núna. Taktu tíma fyrir fólkið í lífi þínu núna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Þörf áminning. Takk fyrir. Var einmitt að frétta að gömul vinkona hefði misst pabba sinn fyrir ári síðan - og ég missti af því! Mjög sjokkerandi og vandræðalegt. Það minnti mig á að sinna vinum mínum betur.

Guðrún Markúsdóttir, 20.7.2007 kl. 00:25

2 identicon

Takk fyrir þessa áminningu Bjarki. Takk líka fyrir að vera góður vinur. Þú ert yndislegur og fáa þekki ég sem standa jafn stöðugir á orði Guðs og þig. Þú gætir þess að standa vörð um hjörtu vina þinna. Takk fyrir allt:)

Marta (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 11:00

3 Smámynd: Linda

ég datt inn á síðuna þína og hún er verulega fín.  Mikið er gaman að sjá ungt fólk virkt í trúar lífinu, þó ég sé ekki gömul sko (bara svo það sé á hreinu)    Guð blessi þig.

Linda, 24.7.2007 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband