Færsluflokkur: Bloggar

Trú!

“Sérhver einstaklingur myndar sér skoðun á sjálfum sér og þessi grundvallarskoðun hefir mikla þýðingu þegar um er að ræða að ákveða hvað hann ætlar sér að vera. Þér er ekki unnt að koma meiru í verk en því sem þú trúir að þér sé fært og þú getur ekki orðið stærri en þú trúir að þú sért! Trúin þín eflir þrótt hið innra með þér! Trúðu á þína eigin trú. Vertu ekki hræddur við að treysta trú þinni.”

Ísland!

Ég held að við skiljum oft ekki hvað lífið getur verið skemmtilegt. Ég komst að þessu þegar ég fór til Bandaríkjanna seinasta sumar. Eftir þessa ferð mína þá held ég að það sé mjög þroskandi og gott að komast frá eyjunni okkar fögru, sérstaklega þegar það hefur verið allt of lengi á henni. Ég hitti svo margt skemmtilegt fólk í Bandaríkjunum sem var lifandi og skemmtilegt og ekki svo upptekið af sjálfum sér eins og við íslendingar erum oft á tíðum. Heimurinn er miklu skemmtilegri en þú heldur, lífið bíður þín að þú lifir því. Það er svo oft sem maður gleymir að lifa lífinu sínu og það er jú, fullt af skemmtilegu fólk sem bíður líka eftir að þú talir við það. Kannski þegar við áttum okkur á því að lífið snýst ekki bara í kringum okkur þá fáum við að njóta lífsins betur!

Ekki er allt sem sýnist!

Það er sólbjartur dagur og grasflötin mín sem í gær var svo fallega græn er nú þakin fíflum aftur. "Afsakið fröken, eigið þér nokkuð fíflaeitur? Hvort þeir skulu nú fá fyrir ferðina þessir fílar! Hálló litlu fíflar, lítið upp örstutta stund, ég er hér með smá hressingu handa ykkur. Hey þú, já þú með brúsann, komdu nær ég þarf að segja þér dálítið." Ég leggst á hnén og legg eyrað að litlum gulum brúsk. "Veistu að úr mér væri hægt að búa til indælis sérrý og úr honum, þessum þarna, má búa til lyf gegn magakveisu!"

"Tennurnar mínar eru þarna!"

Eitt sinn er ég var á gangi um miðborg Bergen í Noregi kom ég auga á fætur sem stóðu upp úr niðurfalli á götunni. Ég hljóp til og dró í fæturna og náði manninum upp. Það var ekki sjón að sjá hann, því hann hafði greinilega lent með höfuðið í vatni og leðju. Ég var mjög glaður að hafa komið manninum til bjargar, en hann virtist hins vegar ekki jafn feginn björguninni því hann gerði sig strax líklegan til að stinga sér aftur á kaf. Aðspurður hvers vegna han væri að hætta lífi sínu á þennan hátt, svaraði hann ósköp smámæltur: "Tennurnar mínar eru þarna!" Ég hef oft brosað að þessu atviki, en það hefur líka fengið mig til að hugleiða hluti. Stundum erum við mennirnir nefnilega svo uppteknir af veraldlegum hlutum að við gleymum lífinu sjálfu. Jesús spurði okkur áleitinnar spurningar þegar hann sagði: Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en fyrirgjöra sálu sinni? Hver dagur býr yfir óteljandi tækifærum. Verjum þeim ekki í að stinga okkur á kaf í efnahyggju!

Nokkrar einfaldar og nothæfar reglur!

Hvað ertu fær um að gera nú þegar til þess að efla sjálfstraust þitt. Hér ætla ég að birta nokkrar einfaldar og nothæfar reglur sem eiga að yfirvinna vanmáttarkenndina og kenna þér að trúa! 1. Gerðu þér í hugarlund, að þér takist allt. Teldu þér trú um þessa hugmynd, haltu fast við hana, líddu ekki að hún sé veikt. Láttu þér ekki koma til hugar, að þér mistakist. Það er það hættulegasta af öllu, því að hugur þinn mun alltaf reyna að koma hugsunum sínum í framkvæmd. Þess vegna máttu til með að leiða þér "velgengni" óaflátanlega fyrir hugskotsjónir, án tillits til, hversu illa sýnist horfa í augnablikinu. 2. Í hvert skipti, sem efi um hæfileika þína skýtur upp kollinum, skaltu mæta honum með vísvitandi jákvæðri andstæðu. Skapaðu þér ekki ímyndaða erfiðleika, þeir raunverulegu verða sannarlega að rannsakast og vera meðhöndlaðir gaumgæfilega til þess að ryðja þeim úr vegi, og það má ekki gera meira úr þeim en efni standa til. Kvíði má ekki magna þá. 3. Láttu ekki aðra hafa of mikil áhrif á þig, og reyndu ekki að apa eftir þeim. Engum er fært sem þér að vera þú sjálfur. 4. Og mundu það einnig, að flest fólk, án tillits til þess, hversu sjálfsöruggt það virðist vera, er oft álíka kvíðafullt og hikandi og þú sjálfur.


Gleðilegt sumar!

Vorið góða leysir dulda krafta úr læðingi, mannleg samskipti fá aukið afl, börn bregða sér í boltaleik um miðnætti, þannig eru sumrin á Íslandi, þegar engin veit hvort það er dagur eða nótt, sólsetur eða sólarupprás. Segðu ekki orð og láttu þig hverfa inn í nóttina sem er ekki til. Ég elska Ísland.

Að gera lista fyrir lífið þitt!

Ef þú átt erfitt með að vera ástríðufullur fyrir lífinu þá þarft þú að gera lista yfir alla þá hluti sem þú getur verið þakklátur fyrir. Alla þá hluti sem Guð hefur blessað þig með. Það er svo auðvelt að horfa bara á hlutina sem eru í ólagi og taka alla hlutina sem eru í lagi sem sjálfsögðum hlut. Ef þú hefur góða heilsu skrifaðu niður, hef góða heilsu! Ef þú getur séð skrifaðu það niður, get séð! Ef þú ert myndalegur eins og ég skrifaður það niður, er myndalegur:-) Ef þú hefur vinnu skrifaður niður, hef vinnu! Ég á fjölskyldu, ég á vini, ég á börn o.s.frv. Búðu til þennan lista og í hver skiptið sem þú ferð út úr húsi farðu þá yfir hann tvisvar til þrisvar sinnum. Það er gott að setja hugann sinn í jákvæðan farveg í byrjun hvers dags.

Að vera ástríðufullur fyrir lífinu!

Of oft leyfum við vonbrigðum, stressi og þrýstingi og bara tímanum sem hefur liðið og áður en við vitum af er þetta að draga okkur niður andlega og við eru ekki lengur ástríðufull fyrir lífinu okkar. Oft er ástæðan þessa að við erum upptekin af röngum hlutum. Við erum að horfa á þá hluti sem við höfum ekki í stað þess að horfa á þá hluti sem við höfum. Ég heyrði af manni sem var mjög niðurdreginn. Hann fór að hitta prestinn sinn og hann sagði að ekkert í hans lífi væri að fara á réttan veg og sagði að hann hefði enga ástæðu til þess að vera til. Presturinn sagði allt í lagi! Gerum bara svolitla æfingu og tók upp skrifblokk og dró línu niður í gegnum miðjuna. Og hann sagði að á vinstri hliðinni ætlaði skrifa ég allt það vonda sem hefur gerst í lífi þínu og á hægri hliðina það góða. Maðurinn sagði að hann gæti ekki skrifað niður neitt niður á hægri hliðina. Svo byrjaði presturinn og sagði við manninn. Mikið þykir mér það leitt að kona yðar sé látin! Maðurinn snéri svaraði honum þess að konan hans væri ekkert dáin heldur lifandi. Þá skrifaði presturinn niður hægra megin á konu. Svo helt hann áfram og sagði. Mikið þykir mér það leitt að húsið þitt hafið brunið til kaldra kola. Maðurinn sagði að húsið hans væri ekkert brunið. Þá skrifaði hann á hús hægra megin. Svo helt hann áfram og sagði mikið þykir mér það leitt að þú hafir misst vinnuna þína. Hann svaraði og sagði að hann hefði ekki misst vinnuna og spurði þá prestinn hvaðan hann fengið alla þessa vitleysu um sig. Og um leið áttaði hans sig á því að líf hans var ekki allt tilgangslaust og byrjaði að skrifa niður á blaðið allt það góð í lífi sínu.

Að eiga peninga eða en ekki heilsu!

Ef ég ætti meiri peninga þá er ég viss um að ég væri hamingjusamur! Þú átt kannski ekki alla þá peninga sem þig langar til en ef þú hefur góð heilsu er það mikils virði. Þú hefur kannski ekki allt sem þig langar í en þú getur gengið, talað, hugsað og séð. Þú átt hluti sem jafnvel 1000 milljónir geta ekki keypt. Ekki taka það heldur sem sjálfsagðan hlut þá staðreynd að þú gast farið á fætur í morgun án þess að einhver þyrfti að hjálpa þér. Í staðinn fyrir að kvarta að hárið á þér sé farið að grána ættir þú að vera þakklátur fyrir það að það er ekki farið að losna. Fyrir suma er það kannski of seint! Kannski er eitthver sem er dónalegur við þig, kemur illa fram við þig, er afbrýðissamur eða reiður. Þá er gott að hugsa að það gæti verið verra þú gætir verið hann! Stundum er eina leiðin til þess að vera jákvæður er að segja innra með sér. Takk, Guð að ég er ekki eins og þú.

Undirstaða vellíðanar í lífinu!

Jákvæð sýn á lífið er undirstaða vellíðanar en þó hugsanir geti verið neikvæðar þarf ekki öll tilveran að vera það. Málið er nefnilega að það er hægt er að hafa áhrifa á líðan með hugarfarinu. Hugsaðu jákvætt, það er léttara!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband