Þriðjudagur, 17. júlí 2007
Ég lifi fyrir tvo daga..
Ég heiti því á hverjum morgni nýs dags að verða betri maður en í gær. Þegar mér mistekst ætlunarverkið gefst ég upp í dag og ákveð að reyna aftur á morgun. Ég geng út frá því sem sjálfsögðum hlut á hverjum degi að ég eigi alltaf morgundaginn upp á að hlaupa. Ég lifi í þeim skilningi ekki fyrir einn dag í einu, heldur tvo. Daginn í dag og morgundaginn. Nútíðina og framtíðina. Ég er minn eigin herra.
Athugasemdir
Mjög góð lífsspeki hjá þér. Með þessu verður þú ávallt góður maður nema þá að þér þykir gott það sem þér hentar. Þekki of marga þannig.
Halla Rut , 17.7.2007 kl. 22:01
Þú ert fyndinn Bjarki:) Takk..
Marta (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.