Laugardagur, 16. ágúst 2014
Frægð, frami og peningar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 5. júlí 2014
Pæling!
Þegar umhverfið virkar yfirþyrmandi, skoðanir annarra hringla í
hausnum á mér og ég veit ekki í hvorn fótinn á að stíga er gott
að grípa til þessarar stuttu setningar sem ég heyrði svo oft falla af
munni móðurfólksins í æsku: "Það um það." Sem útleggst:
Annað fólk verður að hafa hlutina eins og það vill, ég ætla ekki að
ergja mig á því eða láta það stjórna lífi mínu! Heldur finna út hvað ég
vil og hvað er í mínu valdi. Þannig næ ég stjórn á mínu lífi, æðruleysi
og ró. Fátt er verra í dagsins erli en að tapa stjórnvölnum í eigin lífi.
Og fátt gefur meiri ánægju en að ná stjórn og komast á þann stað að
skynja að í eigin smæð felst styrkur og yfirvegun. Hljómar mótsagna-
kennt en svona er það nú samt. Ég get einungis stýrt sjálfum mér og
þá er best að sætta sig við það og vanda sig við það verk. Ég get ekki
stýrt umferðinni, tímanum, öðru fólki, veðrinu, náttúruöflunum og nú eða
æðri mætti. Aðeins mér, minni líðan, hegðun, verkum! Stundum tekst
mér vel upp, stundum miður..
En alltaf fæ ég annað tækifæri til að gera betur, næsta dag, næstu stund.
Og ég hef möguleika á hjálp, frá vinum, ástvinum og frá æðrimáttarvöld-
um, Guði skapara himins og jarðar og Jesús frelsara mínum og Heilögum anda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 9. janúar 2010
Pæling
Kannastu við þetta kæri lesandi? Ég hef oft upplifað hversdagsleikann eins og grámyglað færiband og áður en ég veit af eru fimm ár liðin. Mér fannst svo frábært að heyra konuna segja. "Mér líður best í hversdagsleikanum." Fyrir mér eru bestu mínúturnar þegar ég er með vinum mínum þegar ég get gleymt stað og stund. Á meðan ég klappa kisu sem kom malandi til mín, þegar ég er í leik við litlu frænkur mínar á stofugólfinu, les bók sem fangar mig eða sit á sumardegi við Austurvöll með vinum og horfi á mannfólkið í sólinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 12. maí 2009
Stöðuhækkun
Bloggar | Breytt 9.1.2010 kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 20. febrúar 2009
Viltu velgengni í lífinu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 28. október 2008
Ekki gefast upp þetta ár er ekki búið!
Bloggar | Breytt 25.12.2008 kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 3. október 2008
Húsmæður!
Þær eiga að vinna fulla vinnu til þess að sjá fyrir sér og til þess að þroskast, jafnframt því að eiga heimili þar sem aldrei fellur kusk né ryk, rétt eins og þær væru í fullu starfi sem húsmæður. Þær eiga líka að vera góðir foreldrar sem helga börnunum mikinn tíma, þær eiga að vera virk í verkalýðsfélagi eða félagar í flokki, kirkjunni, búseturréttarfélaginu, þær eiga að fylgjast með dagblöðunum, faglegri útgáfu og fagbókmenntum, því að annars fá þær slæma samvisku. Þær eiga helst að hlusta á fréttirnar á klukkutíma fresti og alla vega að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu. Þær eiga að lesa bókmenntir, gjarnan nýjasta Nóbelsverðlaunahafann, fylgjast með menningarsíðum blaðanna, íþróttasíðunum og útsölunum, þær eiga að hlaupa, borða góðan mat, kenna börnum okkar hollar matarvenjur snemma og verja þau frá allt of eitruðum og óhollum mat, þær eiga að berjast fyrir friði og umhverfisvernd, leggja af eða fitna, þær eiga að hætta að reykja, byrja að hlaupa eða hlaupa meira, þær eiga að framkvæma vor- og hausthreingerningar, hugsa um þvottinn, strauja, pressa, bæta föt svo að við spörum peninga Peningar, já það er gott að hafa yfirlit yfir fjárráðin, það ráðleggja allir sem vit hafa á, þær eiga að lesa nákvæmlega öll auglýsingablöð sem hent er í bréfalúguna og leita að útsöluverði og hjóla 3 kílómetra í haustrigningunni til búðarinnar lengst í burtu til þess að spara 3 krónur á kjöthakkinu, síðan á að fylla frystikistuna, það á að gera stórinnkaup og baka mikið og laga mikið af mat, síðan mega krækiberin og bláberin ekki stand og rotna í lynginu á haustin, það verður að tína þau og hreinsa þau og sjóða þau og setja þau í glerkrukkur sem hafa verið geymdar allt árið og merkja með förum miðum og raða þeim snoturlega upp, svo ekki sé minnst á blessaða rjúpuna og gæsina, sind ef enginn sýnir þá framtakssemi að koma þeim í hús. Síðan verður maður að hvílast almennilega um helgar, hitta vini sína og alltaf fá sinn átta tíma svefn, vítamín verður fjölskyldan að fá og svo verður að vinna í garðinum, gera við kælikerfið í bílnum, raka saman laufunum, moka snjónum, laga þakið og síðan verður að skipta um veggfóður eða mála og skrapa sumarbústaðinn og mála og vera sem mest í honum vegna þess að hann kostar svo mikið og svo verður að gæta hans fyrir þjófum, negla fyrir glugga á haustin og svoleiðis. Svo verður að fara með börnin í spiltíma og þess háttar og ná í þau, fara með þau á fótboltaæfingar, í hesthús og bíó því að maður vill ekki að þau taki upp slæma siði og verði eiturlyfjaneytendur, svo eru foreldrafundir á dagheimilinu og í skólanum og ná að lesa svolítið með börnunum áður en þau sofna, því að þau eiga jú ekki að horfa á sjónvarp og í sumarfríinu er nauðsynlegt að veita þeim dálitla menningu líka svo að við stoppum við kirkjur og útskýrum Íslandssöguna, svo á að lesa lexíur, því að allir aðrir hjálpa sínum börnum. Svo verður maður að hafa tíma til að tala við þau svo ekki sé minnst á að halda sambandinu við makann til þess að hafa einhvern að deila þessu lífi með, síðan á maður að vera fín um hárið og flott klæddur, og svo verður maður að hugsa svolítið um sjálfan sig, ferðast erlendis og sjá svolítið af heiminum, ná að hitta fjölskylduna, muna eftir afmælisdögum þeirra, fara í bíó og leikhús, gera sjálfur skattframtalið sitt, fara á kvöldnámskeið, halda jól, vera góður elskuhugi og svo hafa tíma til að lifa.
Bloggar | Breytt 28.10.2008 kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 22. september 2008
Áhyggjur!
Bloggar | Breytt 2.10.2008 kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Við erum ekki svo flókin!
Bloggar | Breytt 22.9.2008 kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 28. júní 2008
Bæn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 20. júní 2008
Trú!
Bloggar | Breytt 26.6.2008 kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Ísland!
Bloggar | Breytt 28.6.2008 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 6. júní 2008
Ekki er allt sem sýnist!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 24. maí 2008
"Tennurnar mínar eru þarna!"
Bloggar | Breytt 30.5.2008 kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Nokkrar einfaldar og nothæfar reglur!
Hvað ertu fær um að gera nú þegar til þess að efla sjálfstraust þitt. Hér ætla ég að birta nokkrar einfaldar og nothæfar reglur sem eiga að yfirvinna vanmáttarkenndina og kenna þér að trúa! 1. Gerðu þér í hugarlund, að þér takist allt. Teldu þér trú um þessa hugmynd, haltu fast við hana, líddu ekki að hún sé veikt. Láttu þér ekki koma til hugar, að þér mistakist. Það er það hættulegasta af öllu, því að hugur þinn mun alltaf reyna að koma hugsunum sínum í framkvæmd. Þess vegna máttu til með að leiða þér "velgengni" óaflátanlega fyrir hugskotsjónir, án tillits til, hversu illa sýnist horfa í augnablikinu. 2. Í hvert skipti, sem efi um hæfileika þína skýtur upp kollinum, skaltu mæta honum með vísvitandi jákvæðri andstæðu. Skapaðu þér ekki ímyndaða erfiðleika, þeir raunverulegu verða sannarlega að rannsakast og vera meðhöndlaðir gaumgæfilega til þess að ryðja þeim úr vegi, og það má ekki gera meira úr þeim en efni standa til. Kvíði má ekki magna þá. 3. Láttu ekki aðra hafa of mikil áhrif á þig, og reyndu ekki að apa eftir þeim. Engum er fært sem þér að vera þú sjálfur. 4. Og mundu það einnig, að flest fólk, án tillits til þess, hversu sjálfsöruggt það virðist vera, er oft álíka kvíðafullt og hikandi og þú sjálfur.
Bloggar | Breytt 19.5.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Gleðilegt sumar!
Bloggar | Breytt 13.5.2008 kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Að gera lista fyrir lífið þitt!
Bloggar | Breytt 23.4.2008 kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Að vera ástríðufullur fyrir lífinu!
Bloggar | Breytt 1.4.2008 kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Að eiga peninga eða en ekki heilsu!
Bloggar | Breytt 13.5.2008 kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 21. desember 2007
Undirstaða vellíðanar í lífinu!
Bloggar | Breytt 13.5.2008 kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)