Frægð, frami og peningar!

Menn verða oft fyrir þeirri sáru reynslu að vinna innantóma sigra,
sigra sem hafa unnist á kostnað þeirra hluta sem þeir skyndilega
sjá að eru miklu mikilvægari. Fólk úr öllum stéttum lífsins: Læknar,
fræðimenn, leikarar, stjórnmálamenn, framkvæmdastjórara,
íþróttamenn og pípulagningamenn. Keppist oft við að auka tekjur
sínar, að öðlast viðurkenningu eða færni í grein sinni en kemst
síðan að því að í ákafanum missti það sjónar á því sem í raun
skipti mestu máli og er nú horfið.

Ef þú íhugar gaumgæfilega það sem þú vilt að sagt verði um þig
í jarðarförinni, muntu finna þína skilgreiningu á velgegni. Sú
skilgreining kann að vera mjög frábrugðin þeirri skilgreiningu
sem þú hafðir áður í huga. Kannski eru frægð, frami, peningar
og ýmislegt annað sem við sækjumst eftir, ekki einu sinni
brot úr hinum rétta vegg.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband