Miðvikudagur, 18. júní 2008
Ísland!
Ég held að við skiljum oft ekki hvað lífið getur verið skemmtilegt. Ég komst að þessu þegar ég fór til Bandaríkjanna seinasta sumar. Eftir þessa ferð mína þá held ég að það sé mjög þroskandi og gott að komast frá eyjunni okkar fögru, sérstaklega þegar það hefur verið allt of lengi á henni. Ég hitti svo margt skemmtilegt fólk í Bandaríkjunum sem var lifandi og skemmtilegt og ekki svo upptekið af sjálfum sér eins og við íslendingar erum oft á tíðum. Heimurinn er miklu skemmtilegri en þú heldur, lífið bíður þín að þú lifir því. Það er svo oft sem maður gleymir að lifa lífinu sínu og það er jú, fullt af skemmtilegu fólk sem bíður líka eftir að þú talir við það. Kannski þegar við áttum okkur á því að lífið snýst ekki bara í kringum okkur þá fáum við að njóta lífsins betur!
Athugasemdir
Takk fyrir þessa djúpu appelsínugulu færslu. Þemað er skemmtilegt og
LKS - hvunndagshetja, 18.6.2008 kl. 22:46
Hæ Bjarki,,, 'Eg veit nákvæmlega hvað þú ert að tala um. Ferðast mikið sjálf og fæ algjöra útrás. En samt alltaf voða gaman að koma heim aftur. Finnst þér það ekki líka?
Eygló Sara , 19.6.2008 kl. 16:56
Takk fyrir að kommentið!
Jú, en vitandi það að ég komist fljótlega út aftur!
Bjarki Tryggvason, 19.6.2008 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.