Ekki er allt sem sýnist!

Það er sólbjartur dagur og grasflötin mín sem í gær var svo fallega græn er nú þakin fíflum aftur. "Afsakið fröken, eigið þér nokkuð fíflaeitur? Hvort þeir skulu nú fá fyrir ferðina þessir fílar! Hálló litlu fíflar, lítið upp örstutta stund, ég er hér með smá hressingu handa ykkur. Hey þú, já þú með brúsann, komdu nær ég þarf að segja þér dálítið." Ég leggst á hnén og legg eyrað að litlum gulum brúsk. "Veistu að úr mér væri hægt að búa til indælis sérrý og úr honum, þessum þarna, má búa til lyf gegn magakveisu!"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjartur Guðmundsson

Það er svo langt síðan eitthvað nýtt hefur komið frá þér að maður óttast að fíflarnir hafi snúið vörn í sókn.  (enn lengra síðan ég hef eitthvað skrifað )

Ragnar Bjartur Guðmundsson, 12.6.2008 kl. 14:41

2 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Gaman að maður á vini hérna:-)

Ætli maður sé ekki bara svona busy!

En það er kannski svona comment sem fá mann til þess að halda áfram að leika sér að setja eitthvað nýtt inn á síðuna!

Takk fyrir kommentið:-D

Bjarki Tryggvason, 13.6.2008 kl. 23:14

3 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Skil ekki hvað fólk hefur á móti fíflum!

Guðrún Markúsdóttir, 14.6.2008 kl. 00:09

4 Smámynd: Ragnar Bjartur Guðmundsson

Þú mælir aldrei styggðaryrði um nokkurn mann, heldur gefur einungis af þér. Sannkölluð vin í eyðimörkinni, þar sem gott er að hvíla lúin bein og næra andann.

Ragnar Bjartur Guðmundsson, 14.6.2008 kl. 11:57

5 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Takk fyrir kommentin! Góður puntur Guðrún, mér finnst skemmtilegast að sjá þá úti í villtri náttúrunni, þeir eru flottir þar en bara ekki á grasflötinni minni! 

Bjarki Tryggvason, 18.6.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband