Gleðilegt sumar!

Vorið góða leysir dulda krafta úr læðingi, mannleg samskipti fá aukið afl, börn bregða sér í boltaleik um miðnætti, þannig eru sumrin á Íslandi, þegar engin veit hvort það er dagur eða nótt, sólsetur eða sólarupprás. Segðu ekki orð og láttu þig hverfa inn í nóttina sem er ekki til. Ég elska Ísland.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Bjarki!

Rakst á bloggið þitt hjá henni Höllu frænku.

Gleðilegt sumar!! Það er rosalega gaman að lesa pistlana hjá þér. Þú ert með áhugaverðar pælingar og svo jákvæður!!

Kemuru í sjóinn í sumar?

Sjóumst vonandi á ströndinni!

Bestu kveðjur,
Kristín

Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:58

2 identicon

Gleðilegt sumar Bjarki og Guð blessi þig!!

Ása (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:32

3 Smámynd: Halla Rut

Gleðilegt sumar!!

Svo þú þekkir Kristínu frænku mína.

Halla Rut , 26.4.2008 kl. 09:43

4 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Já, hún er ein sú allra skemmtilegasta stelpa sem ég hef hitt og eina stelpan sem hefur fengið mig og bræður mína til þess að gera hluti sem við hefðum aldrei gert. Það var bara fyrir hennar persónutöfra og útgeislun sem hún náði að fá okkur til þess að koma með sér að synda í ísköldum sjónum og jú, kannski af því að hún var stelpa!

Bjarki Tryggvason, 26.4.2008 kl. 17:07

5 identicon

hahahaha!!

oh, takk fyrir Bjarki.. ji, ég roðna bara hérna fyrir framan tölvuna mína:S

við ætlum að hittast nokkur á morgun kl 17 í nauthólsvík.. þú veist af því. það er langt síðan ég hef séð þig!

Kristín. 

Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 15:09

6 Smámynd: Halla Rut

Halla Rut , 27.4.2008 kl. 17:00

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gleðilegt sumar Bjarki!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.4.2008 kl. 17:15

8 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Takk fyrir!

Ég var víst að vinna. Við strákarnir verðum pottþétt eftir að leika okkur í nauthólsvíkinni í sumar svo það er aldrei að vita þegar veður er gott hvort maður fari ekki með þér smá sundsprett til að kæla sig, það er jú alveg nauðsynlegt að fara í sjóinn og kæla sig á sumrin hér á landi!!!

Bjarki Tryggvason, 28.4.2008 kl. 22:50

9 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Sæll Bjarki bró - inn í nóttina fór ég að þínu ráði og tók með mér bleika málningu og málaði nokkra steingráa útkrotaða veggi sem blasa við út um gluggann minn. Nú er allt annað líf að standa á svölunum og virða fyrir sér tilveruna

LKS - hvunndagshetja, 30.4.2008 kl. 15:12

10 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Haha, mikið á ég orðinn skemmtilega vini hér!

Er að fara í leikhús í kvöld núna kl 20 á Ástin er Diskó sem á víst að vera rosalegt skemmtilegt söngleikrit!

Bjarki Tryggvason, 30.4.2008 kl. 18:35

11 identicon

Blessaður Bjarki :) Þetta er frábært færsla, ég get ekki beðið eftir sumrinu :D ég ætla að gera akkúrat þetta... og lifa :)

Anna Lilja (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 09:10

12 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Þessi færsla var nú eiginlega skrifuð fyrir þig því þú ert akkúrat með svona færslur hjá þér Anna Lilja

Munum að nota sumarið vel elsku vinir! Ég ætla leggja mitt af mörkum að nota það sem mest og bíða eftir hverjum degi með eftirvæntinu í sumar, hver veit nema þú eigir eftir að hitta ástina í sumar eða eitthvað annað sem þú hefur verið að bíða eftir í mörg ár komi til þín í sumar!

Hvet alla til þess að lesa bloggið hjá henni Önnu Lilju sem er hérna undir tenglar og vinir!

Bjarki Tryggvason, 2.5.2008 kl. 15:25

13 identicon

Yndisleg orð Bjarki, takk:)

Ég elska íslenska náttúru og sumarið!

Marta (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 11:34

14 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Takk Marta skemmtilega!

#383 - Living a Resurrected Life!

Varstu búinn að kíkja á það!:)

Bjarki Tryggvason, 8.5.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband