Fimmtudagur, 1. maí 2025
Pæling II
Þú getur lengi haldið anda þínum lifandi ef þú heldur sál og samvisku lifandi. Ef þú ert andlega lifandi þá hjálpar það þér til að halda þér að öðru leyti lifandi. Og það er einmitt það sem við öll þráum eða hvað? Að vera sprellifandi fram í fingurgóma? Hver maður ætti að vera svo ákafur varðandi allt, að hann gæti tæpast beðið til morguns með að byrja á ný. Lífið ætti stöðugt að vera hrífandi. Okkur er ætlað að hafa daglega endurnýjaðan lífsþrótt. Anda mannsins hefir aldrei verið fyrirhugað að glata orku sinni. Það erum við sjálf, sem látum slíkt viðgangast. Og það er mikið tjón.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning