Laugardagur, 25. janúar 2025
Pæling
Um daginn hitt ég eldri konu sem sagði að henni liði best í hversdagsleikanum og væri fegin þegar mikil hátíðahöld væru afstaðin. Flestir dagar tilheyra hversdagsleikanum og sumir segja að hann sé í raun svona 95 prósent af öllu okkar lífi. Að vakna, kíka aðeins í blöðin, hugsa um fjölskylduna, börn, maka, fara í vinnu, kaupa í matinn, koma heim, vinda sér í eldamennsku, tiltekt og uppvask, horfa svo á fréttirnar og eitthvað í sjónvarpinu, spjalla aðeins um daginn og veginn við fjölskyldu eða vini, fara kannski í seinni vinnuna og fara svo að sofa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning