Föstudagur, 24. janúar 2025
Æðruleysi
Fátt gefur meiri ánægju en að ná stjórn og komast á þann stað að skynja að í eigin smæð felst styrkur og yfirvegun. Hljómar mótsagnakennt en svona er það nú samt. Ég get einungis stýrt sjálfum mér og þá er best að sætta sig við það og vanda sig við það verk. Ég get ekki stýrt umferðinni, tímanum, öðru fólki, veðrinu, náttúruöflunum og nú eða æðri mætti. Aðeins mér, minni líðan, hegðun, verkum. Stundum tekst mér vel upp, stundum miður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning