Pæling

Þegar umhverfið virkar yfirþyrmandi, skoðanir annarra hringla í hausnum á mér og ég veit ekki í hvorn fótinn á að stíga er gott að grípa til þessarar stuttu setningar sem ég heyrði svo oft falla af munni móðurfólksins í æsku: "Það um það." Sem útleggst: Annað fólk verður að hafa hlutina eins og það vill, ég ætla ekki að ergja mig á því eða láta það stjórna lífi mínu. Heldur finna út hvað ég vil og hvað er í mínu valdi. Þannig næ ég stjórn á mínu lífi, æðruleysi og ró. Fátt er verra í dagsins erli en að tapa stjórnvölum í eigin lífi.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband