Mánudagur, 20. janúar 2025
Að gefa öðrum tíma
Róleg rödd segir: "Blessaður vinur, gott að sjá þig, hvernig hefur þú það?" Með einstakri ró sest gamli kennarinn minn hjá mér, horfir í augu mér og bíður eftir svari. Ég tek eftir hlýlegum, brosandi augum hans og skil að hann meinar það sem hann segir. Næstu mínúturnar eigum við tveir út af fyrir okkur, samtalið um okkur sjálfa, vangaveltur okkar um líf og tilveru okkar og okkar nánustu. Síðan kveðjumst við án fagurra fyrirheita en ég er honum þakklátur, hann tók sér tíma, staldraði við, tók hluta af sínum dýrmæta tíma til þess að ræða við mig, hlusta á mig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning