Sunnudagur, 6. maí 2007
Að bíða
Er því ekki svo farið hjá okkur að við erum alltaf að bíða eftir einhverju? Bíða eftir að klára skólann, eignast kærustu/kærasta, að eignast íbúð/hús, bíða eftir að sumarið komi o.s.fv. Svo bíðum við líka í röð úti í Bónus, í umferðinni og í bankanum. Lífið virðist stundum vera ein endalaus bið, við eigum það svo oft til að gleyma að nýta tímann, því við erum svo önnum kafin við að bíða eftir einhverju sem á eftir að gera okkur ánægð.
Athugasemdir
Góð færsla hjá þér :) Fólk virðist líka alltaf vera að flýta sér í þessu nútímasamfélagi. Hvernig væri að hægja aðeins á sér og taka eftir lífinu sem er allt í kring? Í öllum þeim litlu hlutum sem gera hvern dag svo einstakan? :)
Anna Lilja (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 20:07
Það er rétt
þess vegna verður að framkvæma takmarkið eða takmörkin sín áður en einhver annar framkvæmir þau ;)
annars er þetta bara exelent síða :P
Elí Þór (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 20:49
Það er rétt
þess vegna verður að framkvæma takmarkið eða takmörkin sín áður en einhver annar framkvæmir þau ;)
annars er þetta bara exelent síða :P
Elí Þór (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 20:50
Ágætis áminnig, takk fyrir þetta! -- Kvöldsólin og skýjafarið NÚNA er alveg einstaklega fallegt.
Vilborg Eggertsdóttir, 6.5.2007 kl. 21:14
Hefurðu prófað að raula jólalög í langri biðröð í Bónus dagana fyrir jól? Það er magnað hvað fólk er fljótt að taka undir.
Lilja Haralds (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 02:16
Lilja: Prófaðu að raula jólalög í biðröðinni í maímánuði. Ég er kominn á svartan lista - fæ ekki að fara inn í Bónus lengur. :-)
Kallaðu mig Komment, 7.5.2007 kl. 20:42
Mein Gott, Komment, veistu ekki að frá 15. apríl til 15. september syngur maður <i>Það er komin ekki betri tíð</i> með Stuðmönnum?
Geez....
Lilja Haralds (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.