Föstudagur, 27. apríl 2007
Fegurð
Fegurð er eitt afstæðasta hugtak sem til er. Það sem einum finnst fallegt finnst öðrum nauða ómerkilegt og öfugt. Á öllum tímum hafa menn óskað sér hluta sem gleðja augað með einum eða öðrum hætti. Þetta endurspeglast í því að listamenn út um allan heim vinna við það að skapa fegurð í sem fjölbreyttustu formi. En hver er uppruni listsköpunar mannsins? Sennilega liggur hann hjá meistaranum sjálfum sem hannaði eitt stórbrotnasta og fegursta listaverk sem hugsast getur: Náttúruna og lífið í öllum sínum myndum.
Athugasemdir
Stutt og laggott. Reyndar var vinur okkar og trúbróðir heitinn Haukur Kristófers einstaklega lagin við að sjá fegurðina í öllu. Meira segja sá hann gólf teppi sem vinkona hans kvartaði yfir, því henni fannst það svo ljótt. En hann sá eitthvað fallegt við þetta. Og það er satt fegurð er afstætt hugtak. En Jesús lagði samt miklu meiri áherlsu á innri fegurðina því það er það sem skiptir meira máli þegar uppi er staðið:)
Sigvarður (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 12:23
Alveg sammála ykkur strákar.... oft er spurt líka: Afhverju skapar guð ljótt fólk? En guð horfir ekki á útlitið heldur hjartað í okkur :) og með fólk, ef það hefur fallegt hjarta þá verður það fallegt útlitslega því maður sér eitthvað við það kanski sem aðrir sjá ekki ;) - Jæja til hamingju með bloggsíðuna og vertu duglegur að skrifa:)
þín vinkona Björg :D
Björg (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 12:45
Já, náttúran er svo sannarlega eitt stórbrotnasta og fallegasta listaverk sem hugsast getur. Því miður gleymir maður því stundum (allavega ég) og tekur náttúruna sem sjálfsögðum hlut. Hlakka til að fylgjast með blogginu þínu áframhaldandi :)
Þinn vinur Benjamín
Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, 27.4.2007 kl. 18:16
Ótrúlega flott blogg hjá þér Bjarki, og virkilega rétt :) Hin raunverulega fegurð kemur að innan.
Anna Lilja (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 02:32
Hvað er fallegra en það sem stundum ætti að vera brot gegn fegurðarskynjun? Dæmi, grútskítugur krakkinn sem kemur heim frá því að leika sér, gleðibrosið í gegn um horinn úr nös, rjóður hress og kátur. Er eitthvað fallegra?
Ingi Geir Hreinsson, 28.4.2007 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.