Fimmtudagur, 1. maí 2025
Pæling II
Þú getur lengi haldið anda þínum lifandi ef þú heldur sál og samvisku lifandi. Ef þú ert andlega lifandi þá hjálpar það þér til að halda þér að öðru leyti lifandi. Og það er einmitt það sem við öll þráum eða hvað? Að vera sprellifandi fram í fingurgóma? Hver maður ætti að vera svo ákafur varðandi allt, að hann gæti tæpast beðið til morguns með að byrja á ný. Lífið ætti stöðugt að vera hrífandi. Okkur er ætlað að hafa daglega endurnýjaðan lífsþrótt. Anda mannsins hefir aldrei verið fyrirhugað að glata orku sinni. Það erum við sjálf, sem látum slíkt viðgangast. Og það er mikið tjón.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. maí 2025
Að sofa þegar maður ætti að vera glaðvakandi.
Hvað er það, sem þú raunverulega þráir? Hvað vilt þú? Hvers óska allir menn? Svarið er auðvitað það kæri lesandi að við óskum okkur öll lífi sem er lifandi en hvað er lýsandi fyrir þannig líf? Er það ekki fjör, dugnaður, frelsi, vöxtur, kraftur. Það er djúp unaðarkennd. Það er tortíming allra dauðra og sljórra tilfinninga. Það er að vera fullkomlega lifandi og kröftugur. Það er að stuðla að einhverju til vegar, sem er einhvers virði. Það er fullnægjan í að koma einhverju til vegar, fórna einhverju, framkvæma eitthvað. Því miður eru þeir margir sem ekki sýna þau lífseinkenni í dag, er samsvara ofangreindri lýsingu. Þeir eru hlaðnir biturleik og kvíða. Þeir þjást af ótta, vanlíðan og gremju. Andi þeirra hefir glatað fjöri sínu. Þeir eru kjarklausir og daufir. Það er hræðilegt dapurlegt að deyja meðan maður lifir. Það er mæstum álíka sorglegt að sofa, þegar maður ætti að vera glaðvakandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)