Laugardagur, 1. mars 2025
Pæling
Hvíldu í þeirri fullvissu að Guð hefur veitt þér kraft í gegnum hugsanir þínar sem eru öflugri og áhrifaríkari en hvaða lyf sem er, hvers kyns ógn, hvers kyns veikindi eða taugasjúkdómur. Ritningin er skýr um þetta: Því að ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar (2. Tím. 1:7). Við erum ekki bundin af hinu líkamlega heldur stjórnum við hinu líkamlega með huga okkar. Ef þú ert ekki ennþá sannfærður þá getur þú lesið margar hvetjandi batasögur um fólk sem var uppi fyrir okkar tíma og jafnframt í dag, til að vita að þetta er sannleikur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)