Pæling!

Jákvæð sýn á lífið er undirstaða vellíðanar en þó hugsanir geti verið neikvæðar þarf ekki öll tilveran að vera það. Málið er nefnilega að það er hægt er að hafa áhrifa á líðan með hugarfarinu. Hugsaðu jákvætt, það er léttara!


Pæling

Þegar umhverfið virkar yfirþyrmandi, skoðanir annarra hringla í hausnum á mér og ég veit ekki í hvorn fótinn á að stíga er gott að grípa til þessarar stuttu setningar sem ég heyrði svo oft falla af munni móðurfólksins í æsku: "Það um það." Sem útleggst: Annað fólk verður að hafa hlutina eins og það vill, ég ætla ekki að ergja mig á því eða láta það stjórna lífi mínu! Heldur finna út hvað ég vil og hvað er í mínu valdi. Þannig næ ég stjórn á mínu lífi, æðruleysi og ró. Fátt er verra í dagsins erli en að tapa stjórnvölnum í eigin lífi. Og fátt gefur meiri ánægju en að ná stjórn og komast á þann stað að skynja að í eigin smæð felst styrkur og yfirvegun. Hljómar mótsagnakennt en svona er það nú samt. Ég get einungis stýrt sjálfum mér og þá er best að sætta sig við það og vanda sig við það verk. Ég get ekki stýrt umferðinni, tímanum, öðru fólki, veðrinu, náttúruöflunum og nú eða æðri mætti. Aðeins mér, minni líðan, hegðun, verkum! Stundum tekst mér vel upp, stundum miður.. En alltaf fæ ég annað tækifæri til að gera betur, næsta dag, næstu stund. Og ég hef möguleika á hjálp, frá vinum, ástvinum og frá æðrimáttarvöldum, Guði skapara himins og jarðar og Jesús frelsara mínum og Heilögum anda. Þegar umhverfið virkar yfirþyrmandi, skoðanir annarra hringla í hausnum á mér og ég veit ekki í hvorn fótinn á að stíga er gott að grípa til þessarar stuttu setningar sem ég heyrði svo oft falla af munni móðurfólksins í æsku: "Það um það." Sem útleggst: Annað fólk verður að hafa hlutina eins og það vill, ég ætla ekki að ergja mig á því eða láta það stjórna lífi mínu! Heldur finna út hvað ég vil og hvað er í mínu valdi. Þannig næ ég stjórn á mínu lífi, æðruleysi og ró. Fátt er verra í dagsins erli en að tapa stjórnvölnum í eigin lífi. Og fátt gefur meiri ánægju en að ná stjórn og komast á þann stað að skynja að í eigin smæð felst styrkur og yfirvegun. Hljómar mótsagnakennt en svona er það nú samt. Ég get einungis stýrt sjálfum mér og þá er best að sætta sig við það og vanda sig við það verk. Ég get ekki stýrt umferðinni, tímanum, öðru fólki, veðrinu, náttúruöflunum og nú eða æðri mætti. Aðeins mér, minni líðan, hegðun, verkum! Stundum tekst mér vel upp, stundum miður.. En alltaf fæ ég annað tækifæri til að gera betur, næsta dag, næstu stund. Og ég hef möguleika á hjálp, frá vinum, ástvinum og frá æðrimáttarvöldum, Guði skapara himins og jarðar og Jesús frelsara mínum og Heilögum anda. 


Bloggfærslur 20. janúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband