Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 27. apríl 2007
Fegurð
Fegurð er eitt afstæðasta hugtak sem til er. Það sem einum finnst fallegt finnst öðrum nauða ómerkilegt og öfugt. Á öllum tímum hafa menn óskað sér hluta sem gleðja augað með einum eða öðrum hætti. Þetta endurspeglast í því að listamenn út um allan heim vinna við það að skapa fegurð í sem fjölbreyttustu formi. En hver er uppruni listsköpunar mannsins? Sennilega liggur hann hjá meistaranum sjálfum sem hannaði eitt stórbrotnasta og fegursta listaverk sem hugsast getur: Náttúruna og lífið í öllum sínum myndum.
Bloggar | Breytt 1.5.2007 kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)