Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 22. janúar 2025
Pæling II
Í hvert skipti, sem efi um hæfileika þína skýtur upp kollinum, skaltu mæta honum með vísvitandi jákvæðri andstæðu. Skapaðu þér ekki ímyndaða erfiðleika, þeir raunverulegu verða sannarlega að rannsakast og vera meðhöndlaðir gaumgæfilega til þess að ryðja þeim úr vegi, og það má ekki gera meira úr þeim en efni standa til. Kvíði má ekki magna þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 22. janúar 2025
Pæling I
Gerðu þér í hugarlund, að þér takist allt. Teldu þér trú um þessa hugmynd, haltu fast við hana, líddu ekki að hún sé veikt. Láttu þér ekki koma til hugar, að þér mistakist. Það er það hættulegasta af öllu, því að hugur þinn mun alltaf reyna að koma hugsunum sínum í framkvæmd. Þess vegna máttu til með að leiða þér "velgengni" óaflátanlega fyrir hugskotsjónir, án tillits til, hversu illa sýnist horfa í augnablikinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 22. janúar 2025
Sjálfstraust Pæling III-IV
3. Láttu ekki aðra hafa of mikil áhrif á þig, og reyndu ekki að apa eftir þeim. Engum er fært sem þér að vera þú sjálfur. 4. Og mundu það einnig, að flest fólk, án tillits til þess, hversu sjálfsöruggt það virðist vera, er oft álíka kvíðafullt og hikandi og þú sjálfur.
Bloggar | Breytt 21.1.2025 kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 20. janúar 2025
Að gefa öðrum tíma
Róleg rödd segir: "Blessaður vinur, gott að sjá þig, hvernig hefur þú það?" Með einstakri ró sest gamli kennarinn minn hjá mér, horfir í augu mér og bíður eftir svari. Ég tek eftir hlýlegum, brosandi augum hans og skil að hann meinar það sem hann segir. Næstu mínúturnar eigum við tveir út af fyrir okkur, samtalið um okkur sjálfa, vangaveltur okkar um líf og tilveru okkar og okkar nánustu. Síðan kveðjumst við án fagurra fyrirheita en ég er honum þakklátur, hann tók sér tíma, staldraði við, tók hluta af sínum dýrmæta tíma til þess að ræða við mig, hlusta á mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 20. janúar 2025
Pæling!
Jákvæð sýn á lífið er undirstaða vellíðanar en þó hugsanir geti verið neikvæðar þarf ekki öll tilveran að vera það. Málið er nefnilega að það er hægt er að hafa áhrifa á líðan með hugarfarinu. Hugsaðu jákvætt, það er léttara!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 20. janúar 2025
Pæling
Þegar umhverfið virkar yfirþyrmandi, skoðanir annarra hringla í hausnum á mér og ég veit ekki í hvorn fótinn á að stíga er gott að grípa til þessarar stuttu setningar sem ég heyrði svo oft falla af munni móðurfólksins í æsku: "Það um það." Sem útleggst: Annað fólk verður að hafa hlutina eins og það vill, ég ætla ekki að ergja mig á því eða láta það stjórna lífi mínu! Heldur finna út hvað ég vil og hvað er í mínu valdi. Þannig næ ég stjórn á mínu lífi, æðruleysi og ró. Fátt er verra í dagsins erli en að tapa stjórnvölnum í eigin lífi. Og fátt gefur meiri ánægju en að ná stjórn og komast á þann stað að skynja að í eigin smæð felst styrkur og yfirvegun. Hljómar mótsagnakennt en svona er það nú samt. Ég get einungis stýrt sjálfum mér og þá er best að sætta sig við það og vanda sig við það verk. Ég get ekki stýrt umferðinni, tímanum, öðru fólki, veðrinu, náttúruöflunum og nú eða æðri mætti. Aðeins mér, minni líðan, hegðun, verkum! Stundum tekst mér vel upp, stundum miður.. En alltaf fæ ég annað tækifæri til að gera betur, næsta dag, næstu stund. Og ég hef möguleika á hjálp, frá vinum, ástvinum og frá æðrimáttarvöldum, Guði skapara himins og jarðar og Jesús frelsara mínum og Heilögum anda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 19. janúar 2025
Velgegni
Ef þú íhugar gaumgæfilega það sem þú vilt að sagt verði um þig í jarðarförinni, muntu finna þína skilgreiningu á velgegni. Sú skilgreining kann að vera mjög frábrugðin þeirri skilgreiningu sem þú hafðir áður í huga. Kannski eru frægð, frami, peningar og ýmislegt annað sem við sækjumst eftir, ekki einu sinni brot úr hinum rétta vegg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 18. janúar 2025
Hamingja
Ef ég ætti meiri peninga þá er ég viss um að ég væri hamingjusamur! Þú átt kannski ekki alla þá peninga sem þig langar til en ef þú hefur góð heilsu er það mikils virði. Þú hefur kannski ekki allt sem þig langar í en þú getur gengið, talað, hugsað og séð. Þú átt hluti sem jafnvel 1000 milljónir geta ekki keypt. Ekki taka það heldur sem sjálfsagðan hlut þá staðreynd að þú gast farið á fætur í morgun án þess að einhver þyrfti að hjálpa þér. Í staðinn fyrir að kvarta að hárið á þér sé farið að grána ættir þú að vera þakklátur fyrir það að það er ekki farið að losna. Fyrir suma er það kannski of seint! Kannski er eitthver sem er dónalegur við þig, kemur illa fram við þig, er afbrýðissamur eða reiður. Þá er gott að hugsa að það gæti verið verra þú gætir verið hann! Stundum er eina leiðin til þess að vera jákvæður er að segja innra með sér. Takk, Guð að ég er ekki eins og þú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 17. janúar 2025
Pæling
Menn verða oft fyrir þeirri sáru reynslu að vinna innantóma sigra, sigra sem hafa unnist á kostnað þeirra hluta sem þeir skyndilega sjá að eru miklu mikilvægari. Fólk úr öllum stéttum lífsins: Læknar, lögreglumenn, lögmenn, forstjórar, kennarar, fræðimenn, leikarar, stjórnmálamenn, smiðir, rafiðnaðarmenn, framkvæmdastjórar, íþróttamenn og pípulagningamenn. Á það til að keppast oft við að auka tekjur sínar, að öðlast viðurkenningu eða færni í grein sinni og kemst síðan að því að í ákafanum, missti það sjónar á því sem í raun skipti mestu máli og er nú horfið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 16. janúar 2025
Pæling
Sumir telja að opnir og lífsglaðir persónuleikar geti ekki tekið alvarlegar ákvarðanir, á þá sé lítið að treysta. Góður vinur sagði mér í gletni en alvöru þó, að hann skipti fólki í tvo hópa eftir einfaldri reglu: Skemmtilegt og leiðinlegt. Tók síðan fram að við þá síðarnefndu nennti hann ekki að eiga mikil samskipti. Taktu glaðlega á móti fólki, vertu óspar á brosið. Það kostar ekki neitt. Þú færð það endurgoldið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)