Færsluflokkur: Bloggar

Pæling

Ekki hafa áhyggjur af morgundeginum, hann mun sjá um sig sjálfur. Mark Twain á að hafa sagt svo skemmtlega: "Ég hef gengið í gegnum marga skelfilega hluti í lífinu, sumt af þeim gerðist í raun og veru." Hversu oft höfum við ekki eytt dýrmætum dögum eða vikum í að velta fyrir okkur hlutum sem gerðust svo aldrei. Okkar viðmót ætti að vera að þessi dagur í dag er gjöf, ég ætla ekki að hafa áhyggjur af morgundeginum. Það gæti vel verið að hann komi ekki, ég ætla ekki að fókusa á gærdaginn, hann endaði í gærkvöldi. Þetta er nýr dagur og ég ætla að nýta hann vel. Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta.


Pæling

Eitt af því sem ég hef lært er að óvinurinn berst hvað mest á móti þér þegar hann veit að Guð hefur eitthvað stórkostlegt í vændum fyrir þig. Þó að kreppa eða stormur gangi yfir þig núna þá hefur Guð eitthvað stórkostlegt í vændum fyrir fyrir þig. Guð þráir að gefa þér besta árs lífs þíns, ár vaxta, stöðuhækkunar, ár guðlegrar heilsu en ekki vanheilsu, ár yfirnáttulegra tengsla við annað fólk. Ekki láta annað fólk ræna af þér þeim friði og þeim fyrirheitum sem að Guð þráir að þú hafir í lífi þínu, ekki láta, erfiðleika heimsins, stríð og almenna neikvæðni stoppa allt það sem að Guð þráir að gefa þér og þinni fjölskyldu. Lífið er erfitt það er bara þannig og því fyrr sem að við áttum okkur á því, því betra elsku vinir. Eins og er sagt svo skemmtilega á ensku: When the going gets tuff the tuff have to get going.


Athugaðu stöðugt hvatir þínar

Það erfiðasta fyrir flesta er að berjast við náttúrulega tilhneigingu sína til að setja sjálfan sig í fyrsta sæti. Þess vegna er mikilvægt að skoða hvatir þínar stöðugt til að ganga úr skugga um að þú sért ekki að renna afturábak í eigingirni. Spyrðu sjálfan þig tveggja spurninga á hverjum degi. Þegar þú vaknar skaltu spyrja sjálfan þig, hvað gott á ég að gera í dag og þegar þú ferð að sofa skaltu spyrja sjálfan þig, hvað gott hef ég gert í dag? Og ef þú getur svarað af ósérhlífni og heilindum geturðu haldið þér á réttri braut. Viltu athuga hvatir þínar?


Pæling!

If you are having a hard time being passionate about life, you need to make a list of all the things you can be grateful for. All the things God has blessed you with. It is so easy to just look at the things that are wrong and take all the things that are right for granted. If you are in good health write it down, I am in good health! If you can see write it down, I can see! If you are handsome like me, write it down, I am handsome :-) If you have a job write it down, I have a job. I have a family, I have friends, I have children, etc. Make this list and every time you leave the house go over it two or three times. It is good to put your mind in a positive direction at the beginning of each day.


Pæling II

Ég heyrði af manni sem var mjög niðurdreginn. Hann fór að hitta prestinn sinn og hann sagði að ekkert í hans lífi væri að fara á réttan veg og sagði að hann hefði enga ástæðu til þess að vera til. Presturinn sagði allt í lagi! Gerum bara svolitla æfingu og tók upp skrifblokk og dró línu niður í gegnum miðjuna. Og hann sagði að á vinstri hliðinni ætlaði skrifa ég allt það vonda sem hefur gerst í lífi þínu og á hægri hliðina það góða. Maðurinn sagði að hann gæti ekki skrifað niður neitt niður á hægri hliðina. Svo byrjaði presturinn og sagði við manninn. Mikið þykir mér það leitt að kona yðar sé látin! Maðurinn snéri svaraði honum þess að konan hans væri ekkert dáin heldur lifandi. Þá skrifaði presturinn niður hægra megin á konu. Svo helt hann áfram og sagði. Mikið þykir mér það leitt að húsið þitt hafið brunið til kaldra kola. Maðurinn sagði að húsið hans væri ekkert brunið. Þá skrifaði hann á hús hægra megin. Svo helt hann áfram og sagði mikið þykir mér það leitt að þú hafir misst vinnuna þína. Hann svaraði og sagði að hann hefði ekki misst vinnuna og spurði þá prestinn hvaðan hann fengið alla þessa vitleysu um sig. Og um leið áttaði hans sig á því að líf hans var ekki allt tilgangslaust og byrjaði að skrifa niður á blaðið allt það góð í lífi sínu.


Pæling

Er því ekki allt of oft svo farið að við áttum okkur ekki alveg á því hversu gott við höfum það og við bíðum með að lifa lífinu. Erum við ekki að missa mark er víð lifum í þeirri trú að morgundagurinn sé okkar. Að lifa fyrir tvo daga. Okkur er einungis gefin þessi dagur. Lífið er núna. Ekki leyfa vonbrigðum, stressi og þrýstingi eða bara tímanum sem hefur liðið að taka frá þér daginn í dag. Og áður en þú veist af er þetta að draga þig niður andlega og þú ert ekki lengur ástríðufullur fyrir lífinu þínu. Oft er ástæðan þessa að þú erum upptekin af röngum hlutum. Þú ert að horfa á þá hluti sem þú hefur ekki í stað þess að horfa á þá hluti sem þú hefur.


Pæling

Hvíldu í þeirri fullvissu að Guð hefur veitt þér kraft í gegnum hugsanir þínar sem eru öflugri og áhrifaríkari en hvaða lyf sem er, hvers kyns ógn, hvers kyns veikindi eða taugasjúkdómur. Ritningin er skýr um þetta: Því að ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar (2. Tím. 1:7). Við erum ekki bundin af hinu líkamlega heldur stjórnum við hinu líkamlega með huga okkar. Ef þú ert ekki ennþá sannfærður þá getur þú lesið margar hvetjandi batasögur um fólk sem var uppi fyrir okkar tíma og jafnframt í dag, til að vita að þetta er sannleikur.


Hafirðu trú, öðlast þú einnig aukinn þrótt.

Hvernig við trúum að okkur líði hefur beinlínis áhrif á hvernig okkur raunverulega líður líkamlega. Ef heili þinn segir að þú sért þreyttur mun stjórnkerfi líkamans þ.e. taugarnar og vöðvarnir samþykkja þetta sem staðreynd. Sé heili þinn hins vegar ákaflega áhugasamur í einhverju sem þú ert að gera geturðu haldið áfram í það óendalega. Trúin, verkar gegnum hugsanir okkar, já, hún er í raun og sannleika, kerfi fyrir sjálfstjórnina. Hafirðu trú, öðlast þú einnig aukinn þrótt.


Pæling!

Jákvæð sýn á lífið er undirstaða vellíðanar en þó hugsanir geti verið neikvæðar þarf ekki öll tilveran að vera það. Málið er nefnilega að það er hægt er að hafa áhrifa á líðan með hugarfarinu. Hugsaðu jákvætt, það er léttara!


Stöðuhækkun

"Ég hef sjálf aldrei veitt fólki stöðuhækkun sem sinnir ekki smæstu verkum af alúð. Ég hef sjálf lagt kapp á að gera allt sem ég tek að mér af heilum hug og hjarta. Þá gerast galdrar og ég fæ önnur tækifæri, án þess að streða eða svíkja eða pretta. Ég hef ekki trú á þeirri leið og ekki trú á að það sé eitthvað sem ég vil eða gæti lifað með sjálf. Byrjaðu því á því að setja allan þinn huga og hjarta í hvert það verkefni sem þú tekur þér fyrir hendur." Sagði háskólarektur nokkur. Góð uppskrift.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband