Húsmæður!

Þær eiga að vinna fulla vinnu til þess að sjá fyrir sér og til þess að þroskast, jafnframt því að eiga heimili þar sem aldrei fellur kusk né ryk, rétt eins og þær væru í fullu starfi sem húsmæður. Þær eiga líka að vera góðir foreldrar sem helga börnunum mikinn tíma, þær eiga að vera virk í verkalýðsfélagi eða félagar í flokki, kirkjunni, búseturréttarfélaginu, þær eiga að fylgjast með dagblöðunum, faglegri útgáfu og fagbókmenntum, því að annars fá þær slæma samvisku. Þær eiga helst að hlusta á fréttirnar á klukkutíma fresti og alla vega að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu. Þær eiga að lesa bókmenntir, gjarnan nýjasta Nóbelsverðlaunahafann, fylgjast með menningarsíðum blaðanna, íþróttasíðunum og útsölunum, þær eiga að hlaupa, borða góðan mat, kenna börnum okkar hollar matarvenjur snemma og verja þau frá allt of eitruðum og óhollum mat, þær eiga að berjast fyrir friði og umhverfisvernd, leggja af eða fitna, þær eiga að hætta að reykja, byrja að hlaupa eða hlaupa meira, þær eiga að framkvæma vor- og hausthreingerningar, hugsa um þvottinn, strauja, pressa, bæta föt svo að við spörum peninga … Peningar, já … það er gott að hafa yfirlit yfir fjárráðin, það ráðleggja allir sem vit hafa á, þær eiga að lesa nákvæmlega öll auglýsingablöð sem hent er í bréfalúguna og leita að útsöluverði og hjóla 3 kílómetra í haustrigningunni til búðarinnar lengst í burtu til þess að spara 3 krónur á kjöthakkinu, síðan á að fylla frystikistuna, það á að gera stórinnkaup og baka mikið og laga mikið af mat, síðan mega krækiberin og bláberin ekki stand og rotna í lynginu á haustin, það verður að tína þau og hreinsa þau og sjóða þau og setja þau í glerkrukkur sem hafa verið geymdar allt árið og merkja með förum miðum og raða þeim snoturlega upp, svo ekki sé minnst á blessaða rjúpuna og gæsina, sind ef enginn sýnir þá framtakssemi að koma þeim í hús. Síðan verður maður að hvílast almennilega um helgar, hitta vini sína og alltaf fá sinn átta tíma svefn, vítamín verður fjölskyldan að fá og svo verður að vinna í garðinum, gera við kælikerfið í bílnum, raka saman laufunum, moka snjónum, laga þakið og síðan verður að skipta um veggfóður eða mála og skrapa sumarbústaðinn og mála og vera sem mest í honum vegna þess að hann kostar svo mikið og svo verður að gæta hans fyrir þjófum, negla fyrir glugga á haustin og svoleiðis. Svo verður að fara með börnin í spiltíma og þess háttar og ná í þau, fara með þau á fótboltaæfingar, í hesthús og bíó því að maður vill ekki að þau taki upp slæma siði og verði eiturlyfjaneytendur, svo eru foreldrafundir á dagheimilinu og í skólanum og ná að lesa svolítið með börnunum áður en þau sofna, því að þau eiga jú ekki að horfa á sjónvarp og í sumarfríinu er nauðsynlegt að veita þeim dálitla menningu líka svo að við stoppum við kirkjur og útskýrum Íslandssöguna, svo á að lesa lexíur, því að allir aðrir hjálpa sínum börnum. Svo verður maður að hafa tíma til að tala við þau svo ekki sé minnst á að halda sambandinu við makann til þess að hafa einhvern að deila þessu lífi með, síðan á maður að vera fín um hárið og flott klæddur, og svo verður maður að hugsa svolítið um sjálfan sig, ferðast erlendis og sjá svolítið af heiminum, ná að hitta fjölskylduna, muna eftir afmælisdögum þeirra, fara í bíó og leikhús, gera sjálfur skattframtalið sitt, fara á kvöldnámskeið, halda jól, vera góður elskuhugi og svo hafa tíma til að lifa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Ertu að lýsa mér, nema ég á ekki sumarbústað . Eru ekki allar húsmæður svona?

Sigrún Óskars, 4.10.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Úff.  Töff

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 11.10.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Eygló Sara

Hahha!!

Eygló Sara , 18.10.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband