Áhyggjur!

Ekki hafa áhyggjur af morgundeginum, hann mun sjá um sig sjálfur! Mark Twain sagði svo skemmtilega: "Ég hef gengið í gegnum marga skelfilega hluti í lífinu, sumt af þeim gerðist í raun og veru." Hversu oft höfum við ekki eytt dýrmætum dögum eða vikum í að velta fyrir okkur hlutum sem gerðust svo aldrei. Okkar viðmót ætti að vera að þessi dagur í dag er gjöf, ég ætla ekki að hafa áhyggjur af morgundeginum. Það gæti vel verið að hann komi ekki, ég ætla ekki að fókusa á gærdaginn, hann endaði í gærkvöldi. Þetta er nýr dagur og ég ætla að nýta hann vel. Guð blessi ykkur og takk fyrir kommentin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

vel að orði komist

Sigrún Óskars, 22.9.2008 kl. 23:49

2 identicon

hæhæ....gaman að sjá blog aftur frá þér...hélt þú værir alveg drukknaður í skólabókunum :) Hvernig gengur annars? en sannarlega rétt hjá þér...maður eyðir alltof miklum tíma í að hugsa um hvað gæti mögulega gerst og hafa áhyggjur af því.....njóta dagsins í dag!! gangi þér vel...kveðja Hanna

Hanna (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 18:38

3 identicon

Hæhæ, rakst á þig á bloggrúntinum mínum. Maður er aldrei jafnsterkur í því og þegar maður þarf virkilega að læra:D

Þetta er svo satt!

Hvað hefur maður lent oft í þessu.. að hafa áhyggjur af einhverju sem gerðist aldrei. Um að gera að læra af þessu og læra að fókusa á réttu hlutina!

Hafðu það gott Bjarki!

Kristín (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 19:37

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Frábær færsla.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 29.9.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband