Nokkrar einfaldar og nothæfar reglur!

Hvað ertu fær um að gera nú þegar til þess að efla sjálfstraust þitt. Hér ætla ég að birta nokkrar einfaldar og nothæfar reglur sem eiga að yfirvinna vanmáttarkenndina og kenna þér að trúa! 1. Gerðu þér í hugarlund, að þér takist allt. Teldu þér trú um þessa hugmynd, haltu fast við hana, líddu ekki að hún sé veikt. Láttu þér ekki koma til hugar, að þér mistakist. Það er það hættulegasta af öllu, því að hugur þinn mun alltaf reyna að koma hugsunum sínum í framkvæmd. Þess vegna máttu til með að leiða þér "velgengni" óaflátanlega fyrir hugskotsjónir, án tillits til, hversu illa sýnist horfa í augnablikinu. 2. Í hvert skipti, sem efi um hæfileika þína skýtur upp kollinum, skaltu mæta honum með vísvitandi jákvæðri andstæðu. Skapaðu þér ekki ímyndaða erfiðleika, þeir raunverulegu verða sannarlega að rannsakast og vera meðhöndlaðir gaumgæfilega til þess að ryðja þeim úr vegi, og það má ekki gera meira úr þeim en efni standa til. Kvíði má ekki magna þá. 3. Láttu ekki aðra hafa of mikil áhrif á þig, og reyndu ekki að apa eftir þeim. Engum er fært sem þér að vera þú sjálfur. 4. Og mundu það einnig, að flest fólk, án tillits til þess, hversu sjálfsöruggt það virðist vera, er oft álíka kvíðafullt og hikandi og þú sjálfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk:)

Já ég horfði á það! Það var alveg frábært, takk fyrir að segja mér frá því:)  Allt sem hann segir er svo yndislegt og svo rétt. Hann fær mann til að hugsa og sjá hlutina í nýju ljósi, maður fær endalausar hugljómanir!

Marta (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 18:19

2 Smámynd: Ragnar Bjartur Guðmundsson

Það gleður mig að sjá að þú hefur haldið áfram á þeirri braut sem þú markaðir í byrjun. Jákvæð skrif þín ylja manni ávallt um hjartaræturnar.

Ragnar Bjartur Guðmundsson, 9.5.2008 kl. 14:17

3 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Takk fyrir það Ragnar!

Bjarki Tryggvason, 13.5.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband