Pæling

Um daginn hitt ég eldri konu sem sagði að henni liði best í hversdagsleikanum og væri fegin þegar mikil hátíðahöld væru afstaðin. Flestir dagar tilheyra hversdagsleikanum og sumir segja að hann sé í raun svona 95 prósent af öllu okkar lífi. Að vakna, kíka aðeins í blöðin, hugsa um fjölskylduna, börn, maka, fara í vinnu, kaupa í matinn, koma heim, vinda sér í eldamennsku, tiltekt og uppvask, horfa svo á fréttirnar og eitthvað í sjónvarpinu, spjalla aðeins um daginn og veginn við fjölskyldu eða vini, fara kannski í seinni vinnuna og fara svo að sofa.

Kannastu við þetta kæri lesandi? Ég hef oft upplifað hversdagsleikann eins og grámyglað færiband og áður en ég veit af eru fimm ár liðin. Mér fannst svo frábært að heyra konuna segja. "Mér líður best í hversdagsleikanum." Fyrir mér eru bestu mínúturnar þegar ég er með vinum mínum þegar ég get gleymt stað og stund. Á meðan ég klappa kisu sem kom malandi til mín, þegar ég er í leik við litlu frænkur mínar á stofugólfinu, les bók sem fangar mig eða sit á sumardegi við Austurvöll með vinum og horfi á mannfólkið í sólinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er einhvern vegin búið að pakka hátíðisdögum inn í svo mikið vesen að það hálfa væri nóg. Fyrir nokkrum árum fannst mér að ég væri bara léleg í jólahaldi ef ekki væri gert svona og svona á mínu heimili. Ég hef sem betur fer vaxið æ meira frá þessu með árunum og finnst það notalegt. Sú tilfinning sem konan lýsir getur verið mun algengari en ætla mætti. Mér finnst gott að þú skulir skrifa um þetta og pæla í þessu. En við ráðum því svo mikið sjálf hvernig okkur líður ef við virkilega einbeitum okkur að því

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 06:57

2 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Já, það er alltaf gaman að velta lífinu fyrir sér ;)

Bjarki Tryggvason, 10.1.2010 kl. 05:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband